Þjóðarsátt um vanhæfa ríkisstjórn

Forsætisráðherrann sem siglt hefur þjóðarskútunni úr skerjagerði hrunsins og upp á land kallar nú eftir þjóðarsátt. Samkvæmt skoðanakönnunum er komin þjóðarsátt um að segja henni og félögum hennar upp störfum. Það er alla vega byrjun á endurreisn eftir norræna velferðarstjórn.
mbl.is Vill þjóðarsátt um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það þarf líka ærið tilefni til að þjóð Sturlunga nái að sameinast um eitthvað.

Á vissan hátt er Jóhanna Sigurðardóttir afrekskona þó afrekið sé ekki eitt af þeim markmiðum sem lagt var upp með þegar hún hóf sjóferð  sinn.

Skil samt ekki unga fólkið sem hangir á hripleku  fleytunni því ég hélt að það ætlaði sér eitthvað í pólitík, annað en að enda á pólitísku elliheimili með Jóhönnu.

Hvenær vaknar það, þegar samanlagt fylgi Jóhönnu og Steingríms er komið undir 20%???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2012 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband