Ekkert nýtt, gjörsamleg óţörf réttarhöld
8.3.2012 | 11:24
Fjölmiđlar hafa sagt vel og skilmerkilega frá réttarhöldum Landsdóms í máli Alţingis gegn Geir H. Haarde fyrrum forsćtisráđherra. Raunar er óskiljanlegt ađ ekki skuli vera sjónvarpađ eđa útvarpađ frá ţessa sögufrćga atburđi. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblađsins segir af ţessu tilefni á Evrópuvaktinni og flestir sem ég hef rćtt viđ eru sammála honum:
Ţađ er ótrúleg afdalamennska, ađ réttarhöldum fyrir landsdómi skuli ekki útvarpađ og sjónvarpađ. Sama ţröngsýnin og olli ţví, ađ yfirheyrslur rannsóknarnefndar Alţingis fóru ekki fram fyrir opnum tjöldum.
Fólkiđ í landinu á kröfu á ţví ađ geta fylgzt međ ţessum réttarhöldum.
Sakborningurinn, Geir H. Haarde, ćtti kröfu á ţví ađ réttrhöldunum yrđi útvarpađ og sjónvarpađ.
Ţađ er enn hćgt ađ bćta úr ţessu.
Ţađ á ađ gera strax.
Hitt er svo annađ mál í réttarhöldunum hefur ekkert markvert komiđ fram sem setur sök á Geir H. Haarde. Allur vitnisburđur bendir í eina átt. Ekki var hćgt án bóta ađ hrófla viđ bönkunum. Ţetta var eiginlega pattstađa.
Hitt vekur athygli mína, og eflaust margra annarra, hversu saksóknarar virđast vera bitlausir í spurningum sínum. Ţeir spyrja almenns eđlis og vitni fá ađ rćđa málin fram og til baka án ţess ađ spurningum sé fylgt eftir. Raunar sannast ţađ sem andskotar Geirs á ţinginu sögđu ađ ekkert nýtt hefđi komiđ fram í málinu. Ţau orđ og framganga saksóknara benda til ţess ađ réttarhöldin séu gjörsamlega óţörf. Og hvernig hefđi stađan veriđ ef öll ţáverandi ríkisstjórn hefđi veriđ saksótt fyrir Landsdómi. Ţađ hefđi nú veriđ meiri langavitleysan. Á móti hefur nú veriđ opinberađ enn einu sinni ađ stjórnvöld höfđu miklar áhyggjur af ástandinu og mikiđ var unniđ bak viđ tjöldin til ađ koma í veg fyrir hiđ óumflýjanlega.
Komi ekkert nýtt fram viđ ţessi réttarhöld liggur beinast viđ ađ sýkna Geir. Ađ öđrum kosti ţurfa saksóknarar ađ benda á hvađ forsćtisráđherra hefđi getađ gert á árinu 2008. Og ţá ţurfa ţeir ađ ađ sanna međ óyggjandi hćtti ađ ţćr ađgerđir hefđu komiđ í veg fyrir hruniđ.
Hefđu slík ráđ veriđ til kann ađ vera ađ fyrrverandi eigendur bankanna vćru enn ađ stýra ţeim. Eru ţađ ađstćđur sem viđ viljum miđađ viđ allt sem fram er komiđ um ţetta liđ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.