Málefnalegur eða skítlegur

Ómálefnaleg umræða kemur alltaf í kollinn á þeim sem hana stundar. Auðvelt er að viðhafa skítleg ummæli til ófrægingar. Þó furðulegt megi telja gengur slíkur málflutningur ansi oft upp. Sá sem um er rætt tapar stöðu sinni og verður framvegis illa þokkaður jafnvel þó rök hans í umræðunni séu traust og góð.

Enginn atar þá auri sem hann þekkir. Afar ólíklegt er að sá ausi á vefnum ómálefnalega úr reiðiskálum sínum yfir móður sína, föður, systkini, vini eða samstarfsfélaga. Auðveldara er að hatast við einhvern sem maður þekkir ekki nokkur deili á.

Ef til vill er alveg út í hött fyrir mig að vera með einhverjar svona orðaræður. Ég get þó ekki orða bundist. Mér gremmst þegar vegið er að fólki sem ég met mikils. Enn verra er að ég hafi þann í einhverjum metum sem heggur á þennan hátt.

Oft finnst mér gaman að lesa vefinn amx.is. Stundum finnst mér ummæli á honum fara algjörlega yfir velsæmismörk og oft er vanþekkingin mikil. Í gær mátti lesa eftirfarandi umfjöllun sem spannst upp vegna líkamsárásar á lögmannsstofu við Lágmúla í Reykjavík:

Að Marínó G. Njálsson telji það skiljanlegt að einhver fari vopnaður hnífi og risti menn á hol í Lágmúla í Reykjavík lýsir hugarheimi sem smáfuglarnir töldu að væri aðeins til í huga sjúkra manna. Marínó virðist þó ætla að sýna fram á annað.

Ég skil hreinlega ekki hvers vegna Marinó G. Njálsson er dreginn inn í þessa umræðu. Ég hef lesið ummæli hans um árásina í Lágmúla og var fyllilega sammála honum. Ég þekki manninn ekki persónulega en hef oft lesið bloggið hans og fullyrði að þar heldur á penna grandvar og góður maður. Það sem meira er hann er málefnalegur og hefur unnið mikið og þarft verk vegna skuldastöðu heimilanna í landinnu. Og betri baráttumann gegn vondri ríkisstjórn er vart hægt að hugsa sér.

Er það mat aðstandenda amx.is að þeir megi ofbjóða lesendum sínum með ómálefnalegri umfjöllun og jafnvel rangri? Er það réttlætanlegt að vefurinn geri sjálfan sig ómarktækann með umfjöllun sinni?

Þegar öllu er á botninn hvolft er líklegra skynsamlegra að vera málefnalegur, leita sér bandamanna gegn vondri ríkisstjórn frekar en að vera skítlegur til skemmtunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"í dag urðu gerendur þolendur og þolandi varð gerandi"...

Er það ekki þessi ótrúlega setning sem þeir hjá amx eru að vitna í? Ég skil þá mæta vel, Sigurður!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 14:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurður, það þarf að verja heiðarlegt og gott fólk.

Það eru hagsmunir fjármálamafíunnar sem skýra þessar árásir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 15:11

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir margar góðar kveðjur, Ómar.

Egill! Þetta er ekki í fyrsta sinn sem amx.is ræðst á Marinó. Ég hvet fólk til að lesa allan pistil hans og varast að höggva í eitt orðalag sem hugsanlega kann að orka tvímælis þegar það er tekið úr samhengi. Marinó er alls ekki að verja árásina eða réttlæta hana á neinn hátt. Þeir sem halda slíku fram fara bara viljandi með ósannindi.

Of fyrir alla muni, vöndum rökflutninginn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.3.2012 kl. 15:51

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jahérna og æ...! Lestu í alvörunni amx.is...? Þú þykir mér hafa góðar taugar...

Sævar Óli Helgason, 7.3.2012 kl. 18:44

5 Smámynd: Elle_

Ómari og Sigurði er eg algerlega sammála.  Og læt það duga núna.  Sorglegt og ömurlegt og megi blessaður maðurinn sem varð fyrir voðaverkinu verða heill.

Elle_, 7.3.2012 kl. 21:12

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst amx.is oft ágætur vefur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.3.2012 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband