Snoppufríðar vilja til Bessastaða en hvað með hinar?
6.3.2012 | 15:39
Snoppufríðar fjölmiðlakonur virðast á mikill rás til Bessastaða. Athygli vekur að hinar, þessar sem samkvæmt hefðbundinni (úreltri) viðmiðun teljast ekki snoppufríðar, eru í kyrrstöðu. Hvað veldur því að við almenningur teljum fallega fólkið miklu betur til þess fallið að vera forseti?
Nú er dálítið erfitt að halda áfram svona spjalli því lesandinn krefst þess án efa að skrifari nefni þær konur sem hann telur einhverra hluta vegna ekki snoppufríðar. Ég segi nú bara eins og Steingrímur Joð sagði, maður er sko ekki fæddur í gær og fellur ekki svo auðveldlega oní svoleiðis gryfju.
Lítum þó á að báðar fjölmiðladæturnar sem eru að hugsa málið, báðar hafa þær gert garðin frægan í sjónvarpi. Hvorug þeirra á frægð sína úr útvarpi. Segir það ekki dálitla sögu?
Þekkt fjölmiðlafólk á einfaldlega mun meiri sjéns í framboðum en aðrir. Sú forgjöf er mikilvæg. Við kjósendur þurfum þó að hugað að öðru. Spyrjum hvað hugsanlegir frambjóðendur til embættis forseta Íslands leggja með sér annað en útlitið sem þegar nánar er að gáð skiptir ekki nokkru máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið til í þessu.
Ég vil Lísu Páls, hún er með svo viðfeldna rödd.
Myndi samt ekki kjósa hana, en hugsaði mig tvisvar um ef Andrea Jónsdóttir byði sig fram.
En ef eina haldreipi ESB sinna er að bjóða snoppufríða konu sem kann að lesa upp fréttir þá segir það allt um álit þeirra á stuðningsmönnum sínum.
Takk fyrir góðan pistil Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.