Ástþór á ekkert erindi í framboð en ...

Hafi einhverjir verið að spjalla um forsetaframboð Ástþórs Magnússonar þá hefur það ekki verið í spaugi. Maðurinn hefur ekkert fylgi til þessa embættis eftir að hafa reynt sig tvisvar við það fékk. Árið 1996 fékk hann 4.422 atkvæði, 2,7% af heild. Árið 2004 fékk hann 2.001 atkvæði, 1,9%.

ýmsir kunna að halda því fram að hann sé svo illa gefinn að hann átti sig ekki á því að hann eigi ekki nokkurn séns með framboði sínu. Aðrir vita betur, Ástþór er ekki að hugsa um embættið, hann veit að það er vonlaust. Hann getur þó haldið áfram að nota framboð til embættis forseta Íslands sér til framdráttar erlendis. Það hefur hann gert hingað til með góðum árangri eins og sjá má á heimasíðu Friðar 2000:

Peace 2000 has been awarded for its Santa aid flights to war torn areas done under a special permission of the UN Security Council, by the Gandhi Foundation, UNESCO and the Greek Orthodox Church who decorated its founder, Icelandic Presidential Candidate Thor Magnusson with their Holy Gold Cross for humanitarian work at a ceremony in memory of Mother Theresa and Princess Diana.  

Niðurstaðan er sú að þessi maður er ekki í vinsældarkosningu á Íslandi heldur í business í útlöndum. Sem frambjóðandi á Ástþór ekki nokkurn sjéns jafnvel þó hann skreyti sig með heimsþekktum nöfnum og kallar sig Thor Magnússon.


mbl.is Framboð til forseta í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vil skora á hann að gera opinber nöfn þeirra sem hafa "skorað" á hann að fara í framboð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband