Ódrengskapur Jóhönnu Sigurðardóttur

Forðum var það haft um skynsaman og vænan mann að hann væri drengur góður. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur starfað lengi í ríkisstjórn með Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Hún var meðal annars ráðherra í svokallaðri „hrunstjórn“.

Hvíli einhver ábyrgð á hruninu á forsætisráðherra gerir hún það líka á einstökum ráðherrum ríkisstjórnar hans. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki drengur góður. Hún dregur eigin samherja undan ábyrgð og vísar henni alfarið á Geir H. Haarde.

Við Sjálfstæðismenn munum aldrei gleyma þessu ódrengskaparbragði hennar og margra annarra Samfylkingarþingmanna og Vinstri grænna sem í pólitískum leik leggja einn mann í einelti. 


mbl.is Jóhanna styður frávísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hún er náttúrlega enginn drengur, heldur kelling

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2012 kl. 11:42

2 identicon

Nú skaltu passa þig Þorsteinn, því Hildur nokkur  Lilliendahl gæti verið að fylgjast með og þú gætir lent á ákveðnum facebook lista...:).

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 11:56

3 identicon

Hvenær í ósköpunum hefur Jóhanna sýnt af sér drengskap?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 11:57

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Var ekki búið að banna þessa Hildi á feisbúkk?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2012 kl. 12:21

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður: „Við Sjálfstæðismenn munum aldrei gleyma þessu“ - Þetta er skrítin yfirlýsing - hvað táknar hún? Hvernig verður hún í framkvæmd þessi minning ykkar? Þið sem eruð á fullu að reyna að fá þjóðina til að gleyma hruninu „svokallaða“!

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.3.2012 kl. 13:06

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hjálmtýr, þessi athugasemd þín er rugl en af því að mér er vel við þig og hitti þig nær daglega er ekki úr vegi að spyrja hvernig þú „framkvæmir“ minningar? Hvers konar bull er í þér? Og hvernig er hægt að fá heila þjóð til að gleyma efnahagshruni? Skil bara ekkert í dagsfarsprúðum manni að missa sig svona út af heilagri Jóhönnu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.3.2012 kl. 14:02

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll aftur Sigurður

Það er kanski arfavitlaust að skrifast á í gegnum veggin sem aðskilur skrifstofurnar, en það er skemmtilegt og öðrum til lærdóms þegar tveir vitringar láta gamminn geysa.

Kanski var öðralagið um „framkvæmd“ minninga ekki það besta - en ég er að spyrja um það hvernig minni þitt og flokksfélaganna mun birtast í stjórnmálalífinu í framtíðinni. Það er ekki seinna vænna að láta þetta koma fram. Jóhann fer að hætta. Auðvitað mun þjóðin ekki gleyma hruninu - jafnvel þótt DO sé farinn að skrifa söguna fyrir ykkur flokksholla.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.3.2012 kl. 15:24

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Æ - þú lagar innsláttarvillurnar - en hugsunin er rétt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.3.2012 kl. 15:25

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Drengskapur í Jóhönnu hefur aldrei verið til,aðeins ótugtaskapur ..

Vilhjálmur Stefánsson, 1.3.2012 kl. 15:40

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna fagnaði í hádegisfrétt Rúv þeirri niðurstöðu á þingi, að Geirsmálið haldi áfram fyrir landsdómi, en sagði: "Ég taldi á sínum tíma engin efnisleg rök til að ákæra Geir Haarde, og sú afstaða mín er óbreytt." SAMT greiddi hún atkvæði GEGN honum nú!!! ––Ef þetta er drengskapur, þá er ég rafmagnsmastur.

Jón Valur Jensson, 1.3.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband