Hvað þarf til að Steingrímur samþykki aðild?
27.2.2012 | 16:01
Ein mikilvægasta spurningin sem leggja þarf fyrir ráðherra og þingmenn Vinstri grænna er þessi: Ertu tilbúinn til þess að greiða atkvæði með aðild Íslands að ESB að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um undanþágur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum? Þetta eru mikilavægustu máli og varla hægt að hugsa sér önnur sem steita mun á nema þetta smáræði með fullveldi landsins ...
Steingrímur J. Sigfússon hefur margsinnis lýst yfir andstöðu gegn inngöngunni en nú er hann í ríkisstjórn og samþykkt aðlögunarviðræðurnar. Því er nauðsynlegt að vita hvort hann og meðreiðarfólk hans sé tilbúið til inngöngu þegar til kastanna kemur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á landsfundum sínum lýst yfir andstöðu við inngönguna. Í sjálfu sér skiptir engu máli til hvers aðlögunarviðræðurnar leiða. Þetta er prinsippmál vegna þess að niðurstaðan getur aldrei orðin annað en til bráðabirgða. Hagsmunir annarra og stærri ríkja munu í þessu bandalagi vega þyngra en Íslands.
![]() |
Mikilvægt að fá niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2012 kl. 17:50
Hann fær líklega stól og skrifstofu í Brussel, þar sem hann kemur til með að glatast i bákninu...
En ég er nokkuð sammála þér.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2012 kl. 20:54
er ekki í lagi að sjá bara samningin áður en við æpum er á móti esb en þetta lýf sem ég fæ að lyfa er helvíti á jörðu ég vil bara fá að kjósa um þetta þegar að því kemur því það gæti lenst ímislegt sem gamla ísland getur ekki boðið fólki lengur en evru mun ég aldrei nota ég vil ekkert annað en dollara ef annar gjaldmiðill verður tekin upp en ef svo verður mun ég alla tíð sakna krónunar með svíðandi sársauka
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 08:21
Markmið Steingíms J er að halda völdum, hvað sem það kostar. Ekki gefa keflið til Sjálfstæðismanna. Innlimun Islands í ESB - lesist Stór Þýskaland - gefur honum líka kost á að ná enn meiri völdum. Útbreiddur armur kommissara bandalagsins, gamalla kommúnistaleiðtoga Austur Evrópu bíður hann velkominn heim í heiðardalinn. Þessvegna hefur Steíngrímur samþykkt aðild.
Björn Emilsson, 28.2.2012 kl. 12:50
Sæll Sigurður - þú spyrð hvenær SJS sjái ljósið. Ég held að hann eigi möguleika á að þroskast. Hann hefur sýnt það að hann hefur skarpari sýn en Ömmi ofl. Hann er á rólegri ferð í rétta átt. Og sennilega þjóðin líka.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.2.2012 kl. 13:29
Nei, Hjálmtýr. Held að SJS hafi fyrir löngu gengið ESB á hönd. Spurningin er aðeins um það yfirvarp sem hann mun endanlega nota til að réttlæta sig og draga VG með. Þannig heldur hann áfram að kljúfa flokkinn.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.2.2012 kl. 13:45
Ekki er það verra ef hann er frelsaður á laun. Flokkurinn hans mun klofnar hvort sem er. Ögmundur og hans vængur á ekki samleið með hinum. Veit ekkert um stærð fylkinganna - en þær munu ekki geta unnið saman í framtíðinni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.2.2012 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.