Tölfræðileg lullubía forsætisráðherrans

En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun. Hún huggar þar landsmenn með tölfræði.

Þórdís Bachman, sem titlar sig „alþýðustúlku af Óðinsgötunni“, ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Hún segir sögu sína sem er um svo ótalmargt lík reynslusögu fjölda fólks frá árunum eftir hrunið.

Nú á ég að selja íbúðina mína, sem ég hef borgað fyrir 12 milljónir á fimm árum, þar af sex milljónir í útborgun. Þetta á ég að gera og greiða upp lánið við Landsbankann; fá eina milljón upp úr krafsinu, en án þess að mega setja inn klásúlu um bættan hag lántaka við endurútreikning - þegar og ef af honum verður.

Já, blessunin hún Þórdís hlýtur að hressast að mun við huggunarríka tölfræði forsætisráðherrans. Margt veki nú vonir um betri tíð og dregið hafi úr vanskilum. Þórdís hlýtur að geta notað þessi orð sem greiðslu hjá Landsbankanum.

En forsætisráðherra er ekki af baki dottinn og segir: 

Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. 

Hvað er eftir þegar íbúðir Þórdísar og annarra hafa verið boðnar upp? Ætlar forsætisráðherra að senda fólki súlurit úr Excel-skjali Gylfa Magnússonar sem var svo glöggskyggn í grein í laugardagsblaði Fréttablaðsins að halda þessu fram:

Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði.

Er ekki kominn tími til að fólk láti raunverulega í sér heyra? Er ekki kominn tími á að fara niður á Austurvöll og láta þingið vita að ríkisstjórnin er VOND. Hún vinnur gegn hagsmunum almennings og hvað er eftir þegar þeim hefur verið kastað á glæ?

Presónulega held ég að þjóðin þurfi að velja á milli tveggja kosta: töfralausna eða nýrrar búsáhaldabyltingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband