Tapar ríkissjóður á lækkun heimsmarkaðsverðs

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um tímabundna niðurfellingu á álögur ríkisins á eldsneyti. Mörður Árnarson, alþingismaður, telur ríkissjóð ekki hafa efni á að verða við þessu. Hann telur sem sagt að hér sé um að ræða tillögu um fjárútlát úr ríkissjóði ... Gott og vel, Mörður má misskilja eins mikið og hann vill, bæði óviljandi og viljandi.

Hitt veldur flestum undrun í málflutningi mannsins, og þurfa menn ekki að vita neitt um ríkisfjármál, hvort ríkissjóður hafi yfirleitt efni á því að heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækki.

Í því framhaldi má velta fyrir sér hvort stefna vinstri manna í ríkissjórn á Íslandi geti aldrei byggst á innlendum orkugjöfum? Væri ekki skynsamlegra fyrir fjárhag ríkisins að leggja niður virkjanir og jarðvarmaveitur og taka upp brennslu á innfluttu eldsneyti til að lýsa og hita hús landsmanna?

Auðvitað er þetta bara útúrsnúningur og til þess er leikurinn gerður að beina sjónum lesenda á hrútshorn Marðar sem sér aldrei neitt utan við eigin flokk, hann finnur öllu til foráttu sem aðrir leggja til.


mbl.is Frumvarpið kostar 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband