... þú glæpahundur og spillingarsvín!
18.2.2012 | 17:24
Í kastljós fjölmiðla virðast allir vera orðnir vondir og spilltir nema hægt sé að færa trausta sönnun fyrir hinu gagnstæða.
Með offorsi er gengið að fólki, reynt að fiska og um leið og einhver asnast til að bíta á er hann þreyttur út í það óendanlega þangað til að hann svarar einhverju í augnabliks óaðgæslu og þá kemur það sem allir bjuggust við: Aha, þú segir þetta núna, en áðan notaðir þú samtenginu en ekki tilvísunarfornafn, þú glæpahundur og spillingarsvín!
Er ekki nóg komið? Getum við endalaust hent fólki sem reynst hefur vel? Höfum við endalaust mannval? Hvað nú með þá sem skipta raunverulega máli í hruninu, aðalleikendurna? Enn hefur enginn þeirra þurft að svara til saka, aðeins einhverjir aukamenn sem engu máli skipta vegna hrunsins.
Þetta gengur alls ekki til lengdar. Ég er þess fullviss að þegar afkomendur okkar rifja upp hruntímann munu þeir undrast heiftina og öfgarnar og raunar hversu lítið kom út úr öllum kjaftagangnum í kastljósi fjölmiðlanna nema sorg og óhamingja þeirra sem lent hafa milli tannanna á öfgafólkinu.
Við þurfum að rannsaka hrunið málefnalega og án æsings. Fjölmiðlarnir eru ekki rétti vettvangurinn þó vissulega geti þeir varpað ljósi á ýmsilegt.
Gat ekki um félög á Guernsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er líklega einsdæmi að þúsundir milljarða (ísl. kr.) hverfi án þess að einhverjir hafi hnuplað sér sem svarar til einu spyrðubandi í soðið.
Árni Gunnarsson, 18.2.2012 kl. 18:02
Meinið með þessa fjölmiðla er það að þeir leita sífellt af æsifréttum. Ígrundun og virðing eru ekki góð til fylgilags þegar þarf að finna syndaseli sem allra fyrst. Sérstaklega þegar að helstu syndaselirnir eiga marga fjölmiðla og greiða þessu fólki kaup. Ekki getur það farið að leita fanga meðal sinna vinnuveitenda.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 18.2.2012 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.