Ætlar Fjallakofinn að mismuna viðskipavinum sínum?

Ekkert er ókeypis. Afsláttur sem verslun veitir einum er greiddur af öðrum viðskiptavinum. Svo einfalt er það nema því aðeins að fyrirtækið sætti sig við lakari framlegð. Ég er ekki í Ferðafélagi Íslands og hef ekki lengur í hyggju að sækja um aðild í því ágæta félagi. Þó hef ég verslað í Fjallakofanum sem er ein af betri verslunum í útvistarvörum og þar er góður og reynsluríkur maður við stjórnvölinn.

Hefði Fjallakofinn gert einhvers konar styrktarsamning við Rauðakrossinn eða álíka samtök hefði ég engar athugasemdir fram að færa. Myndi halda áfram að versla þar og raunar með glöðu geði. Núna er mér og öðru alþýðufólki vandi á höndum. Versli ég í Fjallakofanum geri ég fyrirtækinu einfaldlega fært á að veta þeim sem efni hafa á að taka þátt í „lýðheilsustarfi“ Ferðafélagsins afslátt á vörum sem mér stendur ekki til boða.  

Verð á útivistarfatnaði og -græjum er orðið hrikalega hátt og varla á væri alþýðumanns að endurnýja eða bæta við það sem maður á. Nú er ég búinn að nota sömu Scarpa gönguskóna í sex ár og þeir eru fyrir löngu uppgengnir. Nú stend ég frammi fyrir því að kaupa nýja, get ekki frestað því.

Í Fjallakofanum fást Scarpa ZC 10 gönguskór sem kosta alþýðumanninn 30.797 krónur. Í útivistarversluninni Íslensku Ölpunum eru til Karrimor KSB Event gönguskór sem kosta 24.995 krónur. Ég get líka farið í Útivist, Ellingsen eða aðrar verslanir og fengið gönguskó á þokkalegu verði.

Mér og fleirum er nú vandi á höndum af því að við erum ekki í Ferðafélaginu. Það mun örugglega pirra fleiri en mig að leggja út 30.797 krónur fyrir Scarpa skó sem náunginn á undan í röðinni við kassann þarf aðeins að borga 21.558 krónur. Alþýðufólki munar um 30% afslátt ... 


mbl.is Fjallakofinn styður Ferðafélag Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anderson

Hvar kemur það fram að það sé 30% afsláttur fyrir félagsmenn FÍ? Á heimasíðu FÍ sést að hann er 10% stgr. Jafnframt er afslátturinn sambærilegur fyrir félagsmenn í helstu útivistavöruverslunum landsins.

Að halda því fram að afsláttur sem sé veittur einum sé sjálkrafa greiddur af öðrum viðskiptavinum er bara della. Reyndar segirðu svo sjálfur að verslunin kunni að sætta sig við lakari framlegð út af þessu. Það er líklegasta svarið. Það er ekki regla eins og oft er haldið fram, að á meðan einn græðir þá tapar annar. 

Anderson, 18.2.2012 kl. 16:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Veglegur afsláttur“ segir í fréttinni. Þrjátíu prósent þætti mér veglegt. Fimmtán prósent segir á heimasíðu FÍ. Enginn afsláttur fyrir mig. Er þó á póstlista verslunarinnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.2.2012 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband