Landafræðin bögglast fyrir blaðamanni

Enn fer mbl.is rangt með landafræðina sína. Grýtutindur er aðeins einn. Hann er skammt frá þeim stað sem flestir göngumenn velja ætli teir á Eyjafjallajökul. Tindurinn er há strýta skammt ofan við hamrabeltið norðan megin jökulsins. Jöklafarar miða við Grýtutind þegar leitað er að uppgönguleiðinni.

Ekið er inn Þórsmerkurveg. Í Langanesi blasir Grýtutindur við. Til uppgöngu er valinn hryggur sem er nokkuð greiður uppgöngu og er hann örskammt vestan við tindinn. Fyrir ofan eru Skerin og teim er fylgt upp á gígrimina.

Þremenningarnir sem frá segir í fréttinni voru áreiðanlega á leið niður en hafa ekki fundið gönguleiðina niður hrygginn vegna myrkurs.  


mbl.is Þrír menn í sjálfheldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband