Tvö örnefni međ tilvísun í tvennt

Örnefni eru dálítiđ áhugamál hjá mér. Fyrr í dag var ég ađ vinna viđ leiđarlýsingar og kom ađ tveimur örnefnum sem fólk er sífellt ađ leiđrétta mig međ. Ég hef ţó ekki látiđ segjast enda hef ég svo ágćtar heimldir fyrir mínu máli. Bćđi eiga ţau ţađ sameiginlegt ađ ţau eiga viđ tvennt af hvoru.

Sleggjubeinaskarđ 

Sleggjubeinaskarđ

Ganga á Hengil getur hafist í Sleggju-beinadal en ţar var áđur fyrr skáli og skíđasvćđi Víkings en er nú aflukt og einangrađ svćđi í gíslingu Orkuveitur Reykjavíkur. Ţađ breytir ţví ekki ađ enn er sćmilegt ađ hefja gönguna ţar og halda upp í Sleggjubeinaskarđ og Innstadal.

Á landakortum stendur Sleggjubeinsdalur og sömuleiđis er nafn skarđsins miđađ viđ eina Sleggju. Ţćr eru engu ađ síđur tvćr. Ţetta benti Eysteinn Jónsson, fyrrum ţingmađur og ráđherra, mér á eitt sinn er ég átti viđ hann tal á útgáfuárum mínum. Hins vegar er miklu algengara ađ talađ sé um Sleggjubeinsskarđ. Ég ákvađ ađ reyna ađ finna einhverjar heimildir í greinasafni timarit.is og ţetta er međal annars árangurinn

Í Morgunblađinu frá 1916 er ferđasaga eftir ókunnan höfund og segir í henni: 

Ţegar klukkan var rúmlega eitt um miđnćtti lögđum viđ af stađ upp fjalliđ. Viđ gengum upp Sleggubeinsdal, sem liggur í norđ-austur af Kolviđarhól, milli Húsmúla og Skarđsmýrarfjalls. Ţá er fyrst komiđ á fjallshrygg er Sleggja nefnist og ţađan ofan í grćnan dal, sem kallađur er Innstidalur.

Í árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1937 er grein um Örnefni í Henglinum eftir Ţorsteins Bjarnason frá Háholti. Hann segir međal annars í greininni: 

Inn í útsuđur-hlíđ Hengilsins gengur Engidalur (41) ; er hann á milli Marardals og Húsmúlans (42). Í Engidal er Nautastígur (43). Ţá eru Sleggjubeinsdalir (44) ; ţeir liggja inn í útsuđurhorn Hengilsins; upp af dölunum eru Lambahryggir (45). 

í Fálkanum frá ţví 1945 segir:

Innstidalur er sléttur og botnbreiđur, og grösugur á sumrum afar hallalítill allaleiđ frá Sleggjubeinshálsi og inn undir hveri.  

Á myndinni er horft inn Sleggjubeinadal. Fullyrđa má ađ einhvern tímann hafi hann litiđ betur út en undir oki Orkuveitunnar. Sleggjubeinaskarđ er vinstra megin en á myndinni sjást ekki sleggjurnar.

Hattafell

Hattafell

Víđa á kortum stendur ađ fjalliđ norđan viđ Markar-fljótsgljúfur og vestan viđ Emstrur heiti Hattfell. Ţađ er rangt ţví hattarnir eru tveir. Ţetta lagđi gamall vinur minn, Olgeir Engilbertsson, mikla áherslu á einhvern tímann er viđ vorum ţarna á ferđ í gamla Víboninum hans.

Raunar er ţađ nú ađ á kortum Landmćlinga er örnefniđ rétt ritađ. Sé hins vegar leitađ heimilda á timarit.is eru langtum fleiri tilvísanir í Hattfell. Ađeins fimm eru í Hattafell og svo merkilega vill til ađ ég á eina ţeirra, ţ.e. grein í Morgunblađinu um gönguleiđina milli Landmannalauga og Ţórsmerkur frá 1985. Skárri heimildarmann á ţeim vettvangi fann ég sem sagt ekki nema sjálfan mig ...

Raunar háttar svo til ađ efst í fjallinu eru tveir kollar sem mćttu svo sem líkjast höttum, annar en mun stćrri en ekki má gleyma ţeim minni.

Verstur fjárinn ađ ég fann enga tiltćka mynd af Hattafelli nema ţessi hér ađ ofan. Hún var tekin fyrir tíu árum af Eyjafjallajökli og horft er í norđur međ miklum ađdrćtti. Hattafelliđ er lengst til vinstri, Stóra-Súla fyrir miđju og Kaldaklofsfjöll ber hćst, svo eitthvađ sé nefnt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband