Segir eitt í blađagrein en framkvćmir ţveröfugt
4.2.2012 | 14:47
Ţađ var ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem tók ákvörđun um ađ láta alţjóđlega lánardrottna íslenzku bankanna sitja uppi međ tapiđ af eigin lánveitingum til bankanna hér. Ţar međ varđ Ísland ađ eins konar fyrirmynd annarra ţjóđa um ţađ hvernig taka ćtti á hruni bankakerfa. Ţá voru ţađ ekki ríkjandi viđhorf. Nú eru ţau alls stađar ráđandi.
Fjölmargir taka til máls í fjölmiđlum en fáir eru skýrir og skynsamir auk ţess ađ vera svo vel máli farni og ritfćrir ađ eftir er tekiđ. Einn slíkra er Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri, Morgunblađsins og dálkahöfundur ţar. Tilvitnunin hér fyrir ofan er úr grein hans í blađinu í morgun sem nefnist Pólitísk samstađa um róttćkar breytingar á bankalöggjöf?
Í greininni rekur Styrmir fjölmargt sem leiđtogar sex vinstriflokka á Norđurlöndunum segja í sameiginlegri grein sinni í Fréttablađinu síđasta fimmtudag. Afar brýnt er ađ taka fram ađ einn höfundanna er Steingrímur J. Sigfússon, formađur VG.
Styrmir er sammála flestu ţví sem fram kemur í greininni og bćtir viđ:
Allt sem leiđtogar ţessara sex vinstriflokka segja í ţessari grein, sem gera má ráđ fyrir ađ hafi birtzt í einhverjum blöđum á öllum Norđurlöndum, er rétt og í samrćmi viđ ţau sjónarmiđ sem uppi hafa veriđ í flestum Evrópuríkjum og ađ hluta til í Bandaríkjunum hjá flestum stjórnmálaflokkum, ţar á međal Íhaldsflokknum í Bretlandi ađ ţví undanskildu ađ bćđi Bretar og Bandaríkjamenn eru andvígir skatti á fjármagnstilfćrslur, sem hins vegar bćđi Angela Merkel og Nicholas Sarkozy, leiđtogar tveggja hćgriflokka í Evrópu, mćla međ.
Grein leiđtoga hinna norrćnu vinstriflokka sýnir ađ ţađ er víđtćk samstađa ţvert yfir hiđ pólitíska sviđ um ţćr grundvallarbreytingar sem ţarf ađ gera til ţess ađ koma böndum á fjármálamarkađinn á Vesturlöndum og raunar um heim allan.
En svo kemur kjarni málsins og hann vekur einfaldlega undrun lesandans.
Sú ríkisstjórn, sem tók viđ völdum á Íslandi 1. febrúar 2009, og Steingrímur J. Sigfússon hefur veriđ mestur valdamađur í, hefur hins vegar ekki litiđ á ţađ sem forgangsverkefni sitt ađ setja nýja löggjöf um starfsemi bankanna hér, ţótt hrun ţeirra hafi veriđ kjarninn í hruninu mikla haustiđ 2008. Sú ríkisstjórn hefur hvorki séđ ástćđu til ađ setja löggjöf um ađskilnađ viđskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi eins og leiđtogar vinstriflokkanna á Norđurlöndum leggja til, né hefur sú ríkisstjórn gert nokkrar ráđstafanir til ađ koma böndum á bankakerfiđ, sem enn er alltof stórt og alltof dýrt fyrir ţetta litla samfélag.
Ekki fer ţó hjá ţví ađ flestir ţekki til verka Steingríms og VG. Flokknum hefur tekist ađ koma sér undan ţví sjálfsagđa verki ađ efna kosningaloforđ sín. Ţví er ekki nema eđlilegt ađ Styrmir spyrji:
En ţar ađ auki hefur sú ríkisstjórn, sem Steingrímur J. Sigfússon rćđur mestu í, selt tvo íslenzka banka af ţremur til ţeirra erlendu spákaupmanna, sem réttilega eru gagnrýndir í grein leiđtoganna sex, sem hér hefur veriđ gerđ ađ umtalsefni.
Hvernig er hćgt ađ segja eitt á vettvangi flokkasamstarfs á Norđurlöndum en gera ţađ ţveröfuga heima fyrir?
Líklega er fátt um svör rétt eins og varđandi ađlögunarviđrćđurnar viđ ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.