Mynd er betri en þúsund orð

Holtvör›uhei›i

Eru ekki svona fréttir orðnar frekar ódýrar þegar blaðamaður gerir það eitt að skoða kort Vegagerðarinnar og þylja síðan upp langloku um efni þess? Í raun og veru segir kortið ekki neitt og alls ekki nein ástæða til að fullyrða til dæmis að snjóþekja sé á Holtavörðuheiði.

Hvað er eiginlega „snjóþekja“? Er átt við að snjór þekji veginn yfir Holtavörðuheiði eða snjór sé utan við hann? 

Ég er nýhættur að ferðast svo mikið á milli höfuðborgarsvæðisins og norðurlands sem ég gerði. Aldrei fannst mér nein leiðbeining í svona fréttum mbl.is eða annarra fjölmiðla. Ef á þurfti að halda fór ég miklu frekar inn á vef Vegagerðarinnar og skoðaði myndir af fjallvegum. 

Hér er mynd af veginum tekin klukkutíma eftir að frétt mbl.is birtist. Efst á Holtavörðuheiði er engin snjóþekja, miklu frekar lítur út fyrir að hálka sé á veginum. Þetta er einfaldlega ástæðan fyrir því að langloka mbl.is um færð á vegum á ekki við. Mynd er betri, segir meira en þúsund orð. Þulan sú arna getur aldrei verið til neinnar aðstoðar.


mbl.is Snjór á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband