Eftirmálarnir eru jafnvel skaðlegri en hrunið sjálft

Hrunið í október 2008 var slæmt, en það sem á eftir kom er einhver mesti skaðvaldur þjóðarinnar, og ef einhvers staðar hefur verið framinn glæpur þá er það í stjórnartíð norrænu velferðarstjórnarinnar, t.d. í málefnum heimilanna, þar átti að taka strax heildstætt og skynsamlega á þessum málum, það svaðalegasta við þetta er að Samfylkingin vildi að landinn fengi almennilega á kjaftinn svo þau gætu kennt krónunni um, til þess eins að koma okkur inn í ESB.

Ástæða er til að vekja athygli á skorinorðri grein Halldórs Úlfarssonar í Morgunblaðinu í morgun, en ofangreind tilvitnun er úr henni. 

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef fundið í spjalli við fólk víða um land. Öllum fannst hrunið slæmt en stjórnartíð hinnar norænu vinstristjórnar eins og þetta lið kennir sig við er óskiljanleg. Heimilunum blæðir út, atvinnuleysið er gríðarlegt, fólk flýr land, verðbólgan er á uppleið og atvinnulífinu hrakar með hverjum mánuðinum sem líður.

Þetta er auðvitað ekki bjóðandi á sama tíma og reynt er að troða landinu inn í brennandi rústir Evrusvæðisins. Halldór Úlfarsson og þúsundir annarra sem eru á sömu skoðun mega ekki láta nægja að skrifa eina grein, menn þurfa að standa upp, flykkjast út á Austurvöll og berja í búsáhöld og hringja dómkirkjuklukkunni. Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, allt er betra en hin norræna sýndarstjórn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband