Mistök stuđningsmanna Vađlaheiđarganga

Vađlaheiđargöng verđa tvímćlalaust mikil samgöngubót, hvenćr sem ţau koma. Hins vegar virđist öll framkvćmdin vera í málefnalegum hnút. Ástćđurnar eru margar en ţó einkum ţćr ađ forsvarsmenn Vađlaheiđarganga ehf. hafa veriđ mislagđar hendur í kynningu á verkefninu.

Ein alvarlegustu mistökin eru ţau ađ horfa til smáatriđa en líta framhjá ađalatriđinum. Ţannig segir Pétur Ţór Jónasson formađur félagsins í grein í Morgunblađinu í dag: 

Eđlilega spyrja vćntanlegir notendur ganganna sig ađ ţví hvađ fái menn til ađ berjast svo hart gegn samgöngubótum sem notendur ćtla sjálfir ađ greiđa fyrir. 

Ţetta er beinlínis rangt eftir ţví sem ég best fć séđ. Flestir ţeirra sem gagnrýnt hafa fyrirhuguđ Vađlaheiđargöng gera ţađ vegna kostnađarins og mér sýnst margir ţeirra hafi góđ rök fyrir máli sínu. Í stađ ţess ađ rćđa ţetta málefnalega segir formađurinn í áđurnefndri grein:

Fyrr má nú vera skekkjan í forsendum, jafnvel svo ađ enginn bíll fari um göngin. 

Talsverđur munur er nú á ţví ađ enginn bíll muni aka um gönginn eđa nćgilega margir til ađ framkvćmdin borgi sig. Út á ţađ gengur raunverulega deilan. Fjölmargir eru hrćddir viđ ađ framkvćmdin verđi dýrari, fćrri bílar aki göngin en ráđ er fyrir gert og kostnađurinn falli endanlega á ríkissjóđ en ekki Vađlaheiđargöng ehf. Ţegar svo er komiđ sögu vćri líklega best ađ koma hreint fram í upphafi og setja göngin á samgönguáćtlun. Ţar munu ţau verđa hin ţriđju í röđinni nema eitthvađ kraftaverk gerist, t.d. ađ ríkisstjórnin segđi af sér. Ţau verđa seint sett á samgönguáćtlun á vegum ţessarar ríkisstjórnar.

Á međan beđiđ er eftir ţví ađ endanlega fjari undan ríkisstjórninni er skynsamlegra fyrir forsvarsmenn Vađlaheiđarganga ehf. og annarra stuđningsmanna framkvćmdarinnar ađ efla kynningarstarf sitt og sýna málefnalega fram á ađ kostnađaráćtlun vegna gangnanna geti stađist. Rökrćđa í stađ ţess ađ gera ţá sem ekki eru sammála ađ andstćđingum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband