Ollu eldgos litlu ísöldinni?

Það sem við sýnum fram á er að ef þú færð fjögur mjög stór eldgos á 50 ára tímabili þá sýna öll loftslagslíkön að brennisteinsagnir í andrúmsloftinu geta viðhaldið sér og stuðlað að kólnun yfirborðs jarðar. Það veldur aukningu í hafísmyndun í norðurhöfum sem endurvarpar sólarljósi. Þá erum við komin með einhvers konar keðjuverkun.

Þetta segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild HÍ, í litlu viðtali við Morgunblaðið í morgun um upphaf litlu ísaldar sem talin er hafa hafist um miðja 13. öld og entist allt til loka þeirrar 19. 
 
Rannsóknir á setlögum í Hvítárvatni við Langjökul „hafa varpað nýju ljósi á orsakir kólnunar jarðar á hinni svokölluðu „litlu ísöld“ auk þess að greina með nákvæmari hætti hvenæri hún hófst“ eins og segir í greininni.
 
Rannsóknin byggðist annars vegar á aldursgreiningu á gróðri á Baffinslandi í Kanada og hins vegar á set-ögum í Hvítárvatni við Langjökul. Þær benda til þess að jöklar hafi byrjað að ganga hraðar fram í kringum 1270 til 1300 á báðum stöðum og enn frekar í kringum 1430 til 1455. Þetta eru einmitt þekkt tímabil mikilla eldgosa í hitabeltissvæðinu. „Á þessum tíma eru annálar um stór eldgos á Ís- landi svo það getur verið að íslensk gos hafi eitthvað hjálpað til þó að við höfum svo sem engin gögn um það,“ segir Áslaug.
 
Hins vegar vantar að finna út hvaða eldgos hafi hugsanlega valdið litlu ísöldinni enda engin gögn enn til um það, eins og Áslaug segir. Þetta er því líklega enn mjög áhugaverð kenning og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi rannsóknanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband