Hálmstráið er núna þetta frumkvæði
1.2.2012 | 09:41
Sjálfur Landsdómur hefur í úrskurði sínum frá því í haust fullyrt að Alþingi geti dregið kæru til baka. Saksóknari í landsdómsmálinu er sammála því. Flestir lögskýrendur eru einnig á sama máli og þar með talinn Róbert Spanó, prófessson við HÍ.
Rök pólitískra andstæðinga Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þynnast því óðum. Nú fann einhver upp á því að ræða um frumkvæði. Þarf frumkvæði fyri niðurfellingu að koma frá saksóknara Alþingis eða hefur Alþingi rétt á að brúka sitt eigið frumkvæði og kalla kærun aftur.
Þarna er eiginlega verið að deila um keisarans skegg. Margir halda dauðahaldi í þessa skýringu rétt eins og Þorgeir Hávarsson um hvannarótina í Hornbjargi. Bíðið bara og fylgist með. Nú munu fjölmargir sjálfskipaðir lögskýrendur halda því fram að ugglaust megi Alþingi afturkalla kæruna en frumkvæðið verði að koma frá saksóknara Alþingis. Hann mun ekki gera það, því hann er í vinnunni og telur að frumkvæðið verði að koma frá Alþingi. Pólitískar andskotar Geirs verða himinlifandi að vita af þessu hálmstrái enda er hér skiptir persóna hins ákærða engu máli.
Ekki einhuga um frumkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.