Aðeins einn jarðskjálfti á einum sólarhring

MúrdalsjÍ gær, laugardaginn 7. janúar 2012, bar það til tíðinda að aðeins einn jarðskjálfti mældist í Mýrdalsjökli. Segi og skrifa eitt stykki, 1. Telst það nú vera frekar aumt miðað við umtal og vísindalegar kröfur til eldfjalls sem komið er langt fram yfir eðlilega meðgöngu.

Meðfylgjandi er jarðskjálftakort Veðurstofunnar frá því í dag. Þar má sjá að skjálftinn í gær var 2,1 að stærð, sem þykir líklega vel í látið þrátt fyrir allt. Þess ber að geta að svo nákvæm eru mælitæki Veðurstofunnar að jafnvel hóstakjöltur í Vík í Mýrdal mælist á óróamælum.

Við leikmenn kunnum engin ráð önnur en að skoða hvenær Katla hefur gosið og svo reiknum við meðaltal á milli gosa og segjum að fimmtíu ár séu nægilegur meðgöngutími.

Haraldur Sigurðsson jarðeðlisfræðingur, segir þetta hins vegar hina mestu firru og telur jarðeðlisfræðilegu merkin í eldstöðinni og nágrenni hennar merkilegri. En hvað veit Haraldur svo sem. Hann hefur bara rannsakað eldgos alla sína starfsæfi og er aðeins jarðeðlisfræðingur að mennt.

Við leikmenn vitum miklu meira. Marga hefur margsinnis dreymt fyrir Kötlugosi, miðlar og sjáendur eru á þeirri skoðun að einhvern tímann muni gjósa í Kötlu og svo eru það hinir almáttugu og alvitru fjölmiðlar sem benda á að Kötlugos sé í aðsigi. Þessa vitnisburði er ekki hægt að leiða hjá sér. Eða hvað?

Svo gerist það að jarðskjálftum fer fækkandi, ekkert bendi til þess að kvikan undir Kötlu sé á hreyfingu, líklega hefur hún bara kólnað þarna undir freranum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband