Vandi Tryggva Herbertssonar er mikill
6.1.2012 | 11:30
Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, burðast með þyngri byrðar en flestir aðrir stjórnmálamenn. Vandi hans er skýrslan sem hann skrifaði árið 2006 ásamt Frederic Mishkin, hagfræðingi, um fjármálalegan stöðugleika á Íslandi.
Í skýrslunni munu þeir félagar hafa mært fjármálalegan stöðugleika á Ísland, töldu litlar líkur á fjármálakreppu. Skemmst er frá því að segja að tveimur árum síðar skalla á kreppa með alvarlegri afleiðingum fyrir Íslands en líklega nokkura aðra þjóð.
Nokkrar staðhæfingar í skýrslunni standast illa tímans tönn í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað um 30 mánuðum síðar. Þannig er t.a.m. um þá staðhæfingu okkar Mishkins að stofnanaumgjörð sé með besta móti á Íslandi og spilling nær engin. Það lítur ekki vel út í ljósi atburðanna í október 2008. Óhætt er að segja að við höfum haft rangt fyrir okkur varðandi þessa þætti skýrslunnar. Þau mistök skýrast af því að við, eins og aðrir, misreiknuðum kerfið — fjármálahrunið leiddi síðar veikleika þess í ljós. Jafnframt ber að hafa í huga að þegar við skrifuðum skýrsluna var stærð fjármálakerfisins á Íslandi um 40% af því sem það var við hrunið.
Þetta segir Tryggvi í grein á evropuvaktin.is. Honum er pólitískt séð nokkur vandi á höndum. Andstæðingar hans nota þessa skýrslu óspart til að koma höggi á Tryggva og ekki síður Sjálfstæðisflokkinn. Hið síðarnefnda er algjörlega óþolandi fyrir flokksmenn. Hann er einnig gagnrýndur fyrir að hafa verið forstjóri hjá Askar Capital fjárfestingarbanka og síðast en ekki síst sem efnhagasráðgjafi forsætisráðherra á árinu 2008.
Óneitanlega virðast vopn andstæðinga Tryggva vera nokkuð beitt. Hann sá ekkert fyrir í skýrslu sinni árið 2008, enda segist hann frekar vera greinandi en spámaður. Í ljósi atburða duga þessi viðbára alls ekki.
Hann verður verður svo forstjóri Askar sem endar í alvarlegu gjaldþroti, raunar eftir að Tryggvi hættir þar. Þar að auki er hann efnahagsráðgjafi forsætisráðherra á því örlagaríka ári 2008. Þetta lítur því ekki vel út fyrir stjórnmálamanninn.
Tryggvi hefur í viðtölum lýst starfi sínu í Askar nokkuð og telur verk sín síst af öllu hafa valdið fyrirtæki skaða. Hins vegar minnist ég þess ekki að hann hafi gert upp starf sitt sem efnahagsráðgjafi. Öllum til mikillar undrunar varð það að samkomulagi að hann hætti. Mig minnir að það hafi gerst í ágúst 2008, rúmum mánuði fyrir hrunið. Fleiri en ég velta því fyrir sér hvað þá hafi gerst.
Grein Tryggva á Evrópuvaktinni er nokkuð vel skrifuð en hún er ekkert varnarskjal, til þess er hún alltof stutt og án nægilegra raka. Ég held þó að Tryggvi eigi talsverða vinnu fyrir höndum. Hann þarf að minnsta kosti að sannfæra flokksmenn sína miklu betur um að hann sé verðugur fulltrúi flokksins. Að öðrum kosti kann illa að fara fyrir honum í næsta prófkjöri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki tímabært að svona gaurar taki hagsmuni Flokks og stefnu fram fyrir eigin persónulegu hagsmuni og axli sín skinn?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:00
Því miður gagnrýndu fáir meðan allt var á fullri ferð. Eini úrtölumaður þenslunnar sem eitthvað hvað að á alþingi var Steingrímur Sigfússon og þó hann hafi sagt margt skynsamlegt þá er eins og hann sé ekki alveg jafn glöggsýnn núna. Hvernig átti Tryggvi að sjá fyrir það sem enginn annar sá? Hefði Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokkur ekki átt að standa á bremsunni gagnvart vitleysunni, eða a.m.k. gagnrýna hana meðan hún var í stjórnarandstöðu og síðar í ríkisstjórn. Það eina sem þetta fólk talaði um var að skipta um gjaldmiðil, sem til allrar hamingju varð ekki.
Smjerjarmur, 8.1.2012 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.