Steingrímur leiðréttir

Mann léttir nú hálfpartinn. Alltaf gott að fá línuna frá honum Steingrími. Jón Bjarnason var búinn að segja við alþjóð að hann hefði verið rekinn vegna andstöðu hans við ESB. Eitthvað var hann að misskilja málin því hann var bara rekinn vegna „breyting á verkaskiptingu á mannskap en ekki stefnu.“. Stefnan er sumsé enn inn í ESB.

Steingrímur leiðrétti einnig þann leiða misskilning Hreyfingarinnar að hún hafi verið beðin um að styðja ríkisstjórnina fyrir vantrausti. Samkvæmt Steingrími var það Hreyfingin sem bað um að fá að ræða við ríkisstjórnina um að koma í veg fyrir að vantraust á hana verði samþykkt. Hið síðarnefnda virðist líka vera miklu eðlilegra og lógískara svo ekki sé talað um góðfúslegan vilja ríkisstjórnarinnar til að spjalla.

Steingrímur segir að ríkisstjórnin sé í óbreyttum farvegi. Mikið er nú gott til þess að vita. Velti því þó fyrir mér hvort ekki sé tími til að einhver fari út að ýta.


mbl.is Tengist ekki Evrópumálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það vaknar hjá manni sú spurning hvort Steingrímur sé með öllum mjalla. Það er þekkt úr íslenskri pólitík að menn hafi verið beðnir um vottorð frá lækni til að sanna geðheilsu sína. Það er kannski kominn tími á að Steingrímur og reynda Jóhanna einnig, leggi fram slík vottorð?!

Gunnar Heiðarsson, 30.12.2011 kl. 20:51

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bara örvænting, Gunnar. Öll sund eru að lokast.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.12.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allt komið á hvolf í þessari ríkisstjórn. Halda mætti að frá upphafi hafi það verið Steingrímur VG sem vildi í ESB og dró Jóhönnu SF nauðuga óviljuga með.

Úr því sem komið er má ekki á milli sjá hverjum þarf að ýta - og þá hvert.

Kolbrún Hilmars, 30.12.2011 kl. 21:03

4 Smámynd: Axel Guðmundsson

Nú er mælirinn fullur!!

Axel Guðmundsson, 30.12.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

stóri sannleikur alltaf á fullu að leiðrétta,sem von er!!!Maður fær velgju#!!

Eyjólfur G Svavarsson, 31.12.2011 kl. 16:46

6 Smámynd: Ragnhild H. Jóhannesdóttir

Ja mælirinn er rúmlega fullur ,og ekki sist eftir að eg las það eftir einn alþingismann áðan að Jóni Bjarna hefði ekki sist nú verið ýtt út vegna fundar sem til stendur 20 Jan.n.k.  ,sem er fundur AGS ,Norrðmanna og Islendinga um markilveiðar og talin hafi verið hætta á að Jón gæfi ekki eftir af Islendinga hálfu  og þá verði Island sett á frost hja ESB ef ekki verði gefið  eftir !!..........Ætlum  við að samþykkja svona vinnubrögð .......Eg vona að svarið verði NEI hja öllum sem hugsa  ...gleðilegt ár !

Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 31.12.2011 kl. 18:59

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Það vaknar hjá manni sú spurning hvort Steingrímur sé með öllum mjalla."

Nei, hann er bara úti að aka - með geit...

Haraldur Rafn Ingvason, 1.1.2012 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband