Þú þarna páfi ...
21.12.2011 | 19:17
Þú þarna, páfi. Veistu hvað hangikjetið hefur hækkað mikið frá síðustu jólum? Veistu í raun nokkuð um það hvað spjaldtölva kostar hér á Íslandi? Gerirðu þér grein fyrir því hver verðlagsþróunin þróun verðlags og launa hefur verið? Þú getur trútt um talað þarna suður í Róm þar sem smér drýpur af hverju strái og vínið kostar minna en blandið. Hér er dimmt og kalt, rigning einn daginn og er mikil prýði af jólaskeytingunum svona í skammdeginu. Það er nú kosturinn við jólin hérna uppi á hjara veraldar, ljós nær allan sólahringinn þegar sólarljósið sést ekki. Og boðskapur jólanna gleymist svo sannarlega ekki. Við kaupum og kaupum og kaupum ... Hinn sanni boðskapur jólanna að kaupa og fá gjafir frá kókakólajólasveininum. Kaupmenn eru bara mjög ánægðir með verslunina þó svo að margir fari til Glaskó, Líverpúl, Boston og Nefjork til að versla. Og fjölmiðlar eru svo ákaflega duglegir að taka viðtöl við kaupmenn og önnum kafna kaupendur að fátt annað kemst fyrir. Jafnvel Æseif er gleymt og hrunið er eitthvað sem gerðist í gamladaga rétt eins og þetta þarna með eitthvað ésubadn.
Minnir á boðskap jólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.