Áratugatraust misnotað
21.12.2011 | 11:14
Við skulum ekki gleyma því að Ísland hafði á mörgum áratugum byggt upp lánstraust sem stjórnendur bankanna notfærðu sér. Erlendir aðilar treystu því að það væri farið varlega í hlutina á Íslandi. Það er afar slæmt þegar menn taka áratugatraust og misnota það því það tekur langan tíma að byggja það upp að nýju.
Þetta segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í afskaplega fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag, 21. desember. Þar koma fram ýmsar upplýsingar sem ég held að hafi ekki verið á margra vitorðin og manni hreint ofbýður. Árni segir á varnarbaráttu skilanefndarinnar og ekki síður því sem opinberir aðilar gerðu þegar allt hrundi haustið 2008. Fólk sem ekkert þekkir til hefur verið fljótt að dæma verk þáverandi ríkisstjórnar og ýmsa embættismenn. Það sem Árni segir í viðtalinu ætti nú að standa þessu fólki þvert í koki því hér talar sá sem einna gerst til þekkir um hina örlagaríku atburði:
Ég vil meina að Fjármálaeftirlitið hafi unnið algjört kraftaverk á þessum tíma, ásamt ráðuneytunum og Seðlabankanum. Jón Sigurðsson var þá formaður Fjármálaeftirlitsins og það mæddi mikið á honum við ákvarðanatöku. Ég held að við höfum verið afar lánsöm að hafa hann þarna. Það mæddi líka mikið á Geir H. Haarde og mér fannst hann standa sig gríðarlega vel. Ég tel að þessum tveimur mönnum og ýmsum öðrum ónefndum hafi ekki verið þakkað nægilega vel fyrir störf þeirra á þessum tíma.
Eitt stærsta vandamálið sem skilanefnd Glitnis stóð frammi fyrir voru var að þegar Glitnir var kominn í lausafjárvanda á árinu 2007 og 2008 safnaði bankinn saman mörgum bestu útlánum sínum á Íslandi og annars staðar og pakkaði þeim inn í svokölluð SPV-félög (Special Purpose Vehicle). [...] Þessi útlán og SPV-félög voru sett að veði til Seðlabanka Evrópu í Lúxemborg og fékkst fyrirgreiðsla í peningum á móti.. Peningarnir voru greiddir frá Seðlabankanum til Glitn- is í Lúxemborg og þaðan til Íslands.
Þessar tryggingar vildi Seðlabanki Evrópu taka til sín og byrjaði selja á markaði fyrir um 20% af eðlilegu verði. Undir lá að ef skilanefndin hefði ekki náð að semja við seðlabankastjórann í Lúxembur um að stöðva þessa sölu hefði verið hægt að ganga að mörgum stærstu fyrirtækjum Íslands og setja í gjaldþrot. Skilanefndinn tókst sem sagt að ná samningum, fékk lán frá Seðlabankanu til að koma eignum Glitnis í Luxemburg í verð og lánið var nú greitt upp fyrir skömmu, tveimur áru fyrr en í skilmálum sagði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.