Oflof Ólafar

Nú tekur Ólöf Nordal til við að skjalla hinn þreytta og aðgerðarlitla efnahagsráðherra. Hann kannast líklega ekki við hið fornkveðna að oflof er ekkert annað en háð. Ekki nokkur maður hefur séð manninn sinna nokkru máli hvað svo sem Ólöf segir.

Honum er það víst til afsökunar að forsætisráðherra telur ráðuneyti hans minniháttar og það beri að sameina öðru. Sama hefur fjármálaráðherra sagt. Það tekur því ekki að taka svona vinnu alvarlega og síst af öllu varaskeifan.

Hins vegar eiga orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins þann tilgang einann að valda úlfúð og óeiningu innan ríkisstjórnarinnar. Afskipti hennar eru þó óþarfi, ágreiningur og læti hafa hingað til skapast hjálparlaust innan stjórnarinnar. 


mbl.is „Árni Páll hefur gert þetta vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

sæll Sigurður,

ert þú sjálfstæðismaður?

el-Toro, 19.12.2011 kl. 23:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allir þeir sem hömuðust við að eyðileggja og gera málstað okkar sem tortryggilegastan varðandi Icesave, dæmdu sig sjálfir óhæfa til að gæta hagsmuna okkar.

Allan þann tíma sem leið þar til þjóðin hafnaði Icesave til boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í hið annað sinn, þá gerði sú ríkisstjórn ekkert það sem þó var brýnast á þeim tíma, hún bara sveikst um.    

Jóhanna taldi að undirlægju háttur væri þarfur til að komast í Evrópusambandið og þess vegna atti hún Steinrími á Icesave flagið.

Það er alveg sama hvað menn vilja látast hafa verði vitrir,  það lögðu allir í þessari ríkisstjórn í atið með Steingrími.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband