Þeir eru allir vanhæfir

Engu skiptir hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar hafi forræðið á Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum. Þeir hafa allir með tölu sýnt sig vanhæfa og getulausa á fyrri stigum málsins.

Krafa þjóðarinnar er einfaldlega sú að ríkisstjórnin segi af sér og eft erði til kosninga. 


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, þeir eru vanhæfir sökum hlutdrægni á fyrri stigum málsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

En þó svo að Árni Páll hafi á öllum fyrri stigum málsins gert sig að fífli með sínum dómadags- heimsenda spám. Sem allar reyndust rangar. Þá má hann þó eiga það sem hann á að eftir að þjóðin hafnaði þessu í annað skiptið þá er eins og hann hafi aðeins séð ljósið og reynt að standa sig vel. Auk þess hefur hann bæði lögfræðiréttindi og einnig með einhverja sérstaka gráðu í Evrópurétti. Þannig að af tvennu illu þá er hann þó mun skárri kostur.

En að ætla að setja sprellikallinn Össur yfir þetta er bara eins og hver annar brandari.

Það tekur enginn heilvita maður lengur mark á Össuri, hann hefur ítrekað orðið sér og þjóð sinni til skammar og að atlægi útí Brussel með fleðulátum og botnlausu óraunsæji.

Maðurinn sem sagði eyðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis:

"Að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- og peningamálum"

Gunnlaugur I., 19.12.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Agla

Þessi málsókn kemur varla eins og þruma úr heiðskýru lofti!

Er það hugsanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki verið búin að  ákveða hver ráðherranna bæri ábyrgð á vörn okkar fyrir EFTA dómstólnum í sambandi við  Icesave tengdri ákæru?

Agla, 19.12.2011 kl. 14:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og allir vita þá kemur allt svona Jóhönnu algjörlega í opna skjöldu, hún virðist ekki fylgjast með neinu blessunin og á að heita verkstjóri ríkisstjórnarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband