Bönnum skötuát í byggð
19.12.2011 | 11:22
Ótrúlegt er til þess að hugsa að nokkur maður skuli vilja slafra í sig skemmda skötu og telja sér um leið trú um að hún sé holl og bragðgóð.
Nú líður að þorláksmessu sem er næstmengaðasti dagur ársins á eftir gamlaársdegi. þá er hefð fyrir því að almenningur og heldrafólk andi að sér menguðu andrúmslofti. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sannað að ekkert skemmir meir ósonlagið en skötuát enda fylgir því afar mikil þarmagassframleiðsla og það er losun þess sem er hættuleg.
Ég þekki fólk sem reynir svo mikið að falla inn í umhverfi sitt að það segir þvert gegn huga sér að skemmda skatan sé góð. Þetta fólk byrjaði á sömu forsendu að reykja. Svo þegar reykingar féllu úr tísku hætti það að reykja af samfélagsástæðum.
Þar sem meirihluti þjóðarinnar étur ekki skötu væri þá ekki tilvalið að kvelja minnihlutann og gera þessa neyslu erfiðari og bjarga um leið ósonlaginu. Bönnum hreinlega matreiðslu og neyslu á skötu nema utandyra, í að minnsta kosti tíu kílómetra fjarlægð frá næsta byggðu bóli. Þá fyrst má vænta gleðilegra jóla hjá okkur hinum sem kjósum hollara fæði.
Rúm 40% borða skötu á Þorláksmessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst nú kannski svolítið langt gengið með að ætla að banna skötuát í byggð, en að sögnu kunnugra er bragðið betra en lyktin, sem er náttúrulega lógískt þar sem lyktin er ein sú alversta "matarlykt" sem um getur.
Mér finnst alveg magnað að nokkur veitingastaður, nú eða heimili, skúli vera hálf eyðilagt með þessum ramma ammoníaksþef og að halda því fram að þefurinn sé góður er náttúrulega bara fyndið.
Það er spurning hvort ekki ætti að koma upp nokkurskonar skötu eldhúsi utanhúss til nota fyrir almenning. Þá fýkur pestin að minnsta kosti burt. Þar gætu skötudýrkendur komið saman og slafrað úldin börðin í sig af allri þeirr lyst sem til staðar er.
Skötueldhúsum væri hægt að koma fyrir á nokkrum vel völdum stöðum um allt land og þegar ekki er elduð skata, mðtti nota aðstöðuna til annarskonar matargerðar að vild, allt eftir árstíðum, staðháttum, siðum og venjum á hverjum stað.
Gleðileg jól með og án skötu :)
Steinmar Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 12:00
Við suðu á skötu skaltu vefja tusku vætta í ediki um pottbarminn þannig að gufan fari í gegnum ediktuskuna, og málið er dautt með ólykt í eldun.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.12.2011 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.