Stóru kallarnir hleraðir

Fjölmargir telja sér nú það til tekna að hafa grun, jafnvel fullvissu, um að sími þeirra hafi verið hleraður, sérstaklega í pólitískum tilgangi. Yfirleitt á það að hafa gerst á tímum kaldastríðsins eða jafnvel síðar. Frægt er að Jón Baldvin Hannibalsson telur sig svo merkilegan að hafa verið hleraður og því hefur verið haldið fram að sími föður hans hafa líka verið hleraður. Af öllum mönnum telur Ómar Ragnarsson að sími hans hafi verið undir þessu oki.

Sko, eitt er að komast að meintri landráðastarfsemi vondu kommanna með hlerunum eða glæpum spilltra bankamanna, allt annað er að stórmerkilegir kjaftaskar hafi verið hleraðir.

Síðan eru það undrunarefnin og undir þau flokkast meint hlerun á síma elskulega skemmtikrafts sem öllum þykir vænt um, enginn grunar um nokkra græsku. Meint hlerun á síma Ómars er svo absúrd að engu tali tekur. Helst að manni detti í hug að samkeppni skemmtikrafta sé komin úr öllum böndum.

Hitt verða þó allir að viðurkenna að varla tekur því að hlera síma einhverra smáfiska, stóru kallarnir hljóta að hafa verið hleraðir. Verst er eiginlega að tilheyra lista smámenna. Aldrei hefur síminn minn verið hleraður - held ég ...

Verð í þessu sambandi að geta um afskaplega ómálefnalega smágrein sem ég skrifaði um þetta efni fyrir um fimm árum er mest var gapað um símhleranir. Hún nefnist „Eineygður öðru megin“.


mbl.is Upplýstu grunaða um símahleranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband