Stjórnmálamenn í vinsældaleit

Höfum endilega ákveðin prisipp. Tvö virðisaukaskattþrep eru hluti af slíku. Gerum síðan undantekningar á öllu sem hljómar vel og er fallegt og skemmtilegt. Fyrr en varir missa prinsippin marks.

Sama er með virðisaukaskattsþrepin. Tilhneigingin er að færa allt hið mjúka niður um flokk en halda því ljóta og leiðinlega uppi. Þegar tímar líða verður fátt eftir í efri flokki. Þess vegna er skynsamlegra að hafa aðeins einn hóflegan virðisaukaskattflokk.

Að minnsta kosti verður hann ekki í vegi fyrir stjórnmálamönnum í vinsældaleit.


mbl.is Skattur á smokkum lækki í 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband