Hetjur þjóðarinnar

Svona gæti ég haldið áfram. Hvar sem ég fer verður á vegi mínum gott, harðduglegt alþýðufólk sem vill vel. Þess vegna er svo óendanlega dapurlegt að skrípafólkið fái alla þá athygli sem raun ber vitni. Ég vona að breyting verði þar á.

Svona skrifar Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu í blaðið sitt í morgun. Í henni rekur ann nokkur dæmi um fólk sem sinnir sinni vinnu, verir það vel og af ástríðu. Sjómaðurinn, flugmaðurinn, brúargerðarmennirnir og heilbrigðisstarfsfólkið.

Hann segir það vera alþýðufólk landsins, ég vil kalla það hetjur þjóðarinnar. Almenningur þessa lands sem gengur dag hvern til vinnu sinnar, klárar verkefni sín og heldur að kvöldi heim í faðm fjölskyldunnar. Skiptir engu þó kreppa ríki eða einhver önnur óáran, jafnvel mannfjandsamleg ríkisstjórn.

Góð grein hjá Sigurði Boga, vel skrifuð og þrungin tilfinningu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sigurður Bogi rekur einmitt ættir til þess háttar fólks sem hann lýsir aðdáun sinni á. Ég leyfi mér að vitna í orð afa hans, úr ræðu er hann flutti að ættarmóti fyrir tveimur áratugum: "En minna mætti á að þetta fólk hefur lifað í þeim heimi sem það er fætt inn í. Það hefur ekki látið glepjast af annarlegum efnum né svifið í gerviveröld vímu og vansældar. Þetta fólk hefur haft tök á tilverunni."

Hann ræddi hér um systkini sín sem öllu eru fædd á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.

Flosi Kristjánsson, 13.12.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel sagt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.12.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband