Egilssel er langt frá Fljótsdalsheiði

MYND004

Fljótsdalsheiði hélt ég að væri milli Fljótsdals og Jökuldals. Ég man í augnablikinu bara eftir einu Egilsseli og það er skáli við Kollumúlavatn í Lónsöræfum. Þangað er umtalsverður spölur frá Fljótsdalsheiði.

Margir hafa gengið skemmtilega leið frá Snæfelli, yfir Eyjabakkajökul og niður með Geldingafelli og allt að Kollumúla. Þar er vinsæll áfangastaður, góðir skálar, einstaklega fallegt landslag, margt að sjá og gaman að koma.

Hérna er um tólf ára gömlar, en illa skannaðar, myndir frá Egilsselsskála (Hans Petersen að kenna, ekki mér).

MYND007

Seinni myndin er tekin í nokkurri fjarlægð frá Kollumúlavatni og má sjá skálann neðarlega fyrir miðri mynd.

Að lokum er ekki úr vegi að biðja Morgunblaðið um að sjá svo til að landakort af Íslandi séu blaðamönnum til brúks og ekki síður að þeir kunni að nota þau. Það er ekki skammlaust ef virðulegur fjölmiðill fer sí og æ með fleipur í landafræðinni.


mbl.is Mennirnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband