Ríkisstjórnin stendur sig býsna vel - eđa hvađ?

Fjármálaráđherra hreykir sér af stöđu ríkisfjármála í grein í Fréttablađinu í dag. Hann fer međ himinskautum og ćtlast eđlilega til ađ viđ hin tökum undir og hćlum honum og ríkisstjórninni fyrir vel unnin störf. Stađreynd mála er hins vegar sú ađ fjölmargt hefur ríkisstjórnin gert vel. Dćmin eru nokkur og ţessi ţau helstu samkvćmt grein Steingríms:

  • Fjárlög nćsta árs gera ráđ fyrir „ađeins“ 20 milljarđa króna halla, 1,6% af vergri ţjóđarframleiđslu
  • Ríkisfjármálin eru nćrri ţví komin á sjálfbćran grunn
  • Kjarasamningar hafa náđs um talsverđar launahćkkanir á nćstu árum 
  • Hćkkanir eru umtalsverđar á lífeyri, örorku- og atvinnuleysisbótum
  • Lágmarkstrygging tekjulausra hćkka
  • Grunnatvinnuleysisbćtur hćkka
  • Hćkkanir á endurhćfingarlífeyri, barnalífeyri, uppbót á lífeyri og sérstakri uppbót til framfćrslu, vasapeningum og örorkustyrk
  • Hćkkanir á mćđra- og feđralaun, umönnunargreiđslur, maka- og umönnunarbćtur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbćtur, foreldragreiđslur, fćđingarstyrk og ćttleiđingarstyrki

Steingrímur leggur áherslu á ađ ţetta komi fram. Hann telur ríkisstjórnina hafa lagt „lagt ríka áherslu á ađ verja velferđarsamfélagiđ“ á kerfisbundinn hátt. Og hann heldur ţví fram međ rökum ađ efnahagsbatinn sé mikill:

Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuđum ársins var sterkari en bjartsýnustu greiningarađilar ţorđu ađ spá. Í nóvember á síđasta ári var gert ráđ fyrir hagvexti upp á 2% fyrir áriđ 2011 en nýjustu tölur Hagstofunnar benda til ađ hann hafi orđiđ 3,7% á fyrstu níu mánuđum ársins. Á milli annars og ţriđja ársfjórđungs er vöxturinn nćr ćvintýralegur eđa upp á 4,7%. Til ađ setja ţessa tölu í samhengi ţá er vöxturinn á ţriđja ársfjórđungi innan ríkja ESB ađ međaltali 0,3% og mesti hagvöxtur međal ţeirra mćldist hjá Rúmeníu upp á 1,8%. 

Ađ sjálfsögđu ber ađ virđa árangur ríkisstjórnarinnar. Hann er talsverđur. Hins vegar spyr ég hverjir eru haldnir bölmóđinum, svartsýninni og sundurlyndisfjandanum? Eru ţađ menn eins og ég sem kvarta yfir stöđu ţjóđarinnar og ekki sé nóg ađ gert til ađ koma hjólum atvinnulífsins í gang eđa eru ţađ ţeir sem segja ađ ekkert sé í raun hćgt ađ gera umfram ţađ sem ríkisstjórnin gerir?

Atvinnuleysi 

  • 11.844 einstaklingar voru atvinnulausir í lok október 201, 6,8% ţjóđarinnar, og ţeim hefur líklega fariđ fjölgandi í nóvember
  • Á Suđurnesjum eru 11,5% íbúa atvinnulausir
  • Á höfuđborgarsvćđinu eru 7,7% atvinnulausir

Landflótti

Frá upphafi árs 2009 hafa um 6.000 manns flutt úr landi.

Skuldavandi heimilanna

  • Á ţessu ári eru skuldir 59 ţúsund fjölskyldna meiri en eignir ţeirra.
  • Samkvćmt samantekt Creditinfo á 9,4% landsmanna í alvarlegum vanskilum međ lán sín.

Rekstrarvandi atvinnulífsins

  • Viđskiptalífiđ í landinu hefur haldiđ áfram ţrátt fyrir hruniđ og ţrátt fyrir ađgerđir ríkisstjórnarinnar.
  • Fyrirtćkin standa ţó höllum fćti, ekki ađeins vegna skattastefnunnar heldur líka vegna ţess ađ ţau eiga mörg hver í miklum samkeppnisvanda viđ ţau fyrirtćki sem bankarnir tóku yfir og „hreinsuđu“.

Kjarasamningar

Así ályktađi eftirfarandi fyrir nokkrum dögum:

Áform ríkisstjórnarinnar um ađ skerđa hćkkun bóta almannatrygginga (og atvinnuleysistrygginga) og álögur á lífeyrissjóđina til ađ fjármagna umbođsmann skuldara, sérstakar vaxtabćtur og almenna skattlagningu á launakostnađ lífeyrissjóđanna eru klárt brot á ţeim fyrirheitum sem ríkisstjórnin gaf viđ gerđ kjarasamninga og ţeim forsendum sem ţeir byggja á. Verđi ţau ađ veruleika munu lífeyrissjóđir almenns launafólks ţurfa ađ skerđa lífeyrisréttindi sinna sjóđsfélaga og auka ţar međ enn frekar á ţann mun sem á lífeyrisréttindum milli almenna og opinbera vinnumarkađarins.  

Hagvöxtur

Samkvćmt Hagstofunni byggist hagvöxtur ársins einkaneyslu sem byggđist á útgreiđslu viđbótarlífeyrissparnađar og launahćkkunum. Hiđ fyrrnefnda er nú hćtt og deilt er um hiđ síđarnefnda, hvort atvinnulífiđ hafi haft efni á ţessum launahćkknum. 

  • Hafa háir skattar hafi ekki áhrif á einkaneysluna? Er ekki sjálfgefiđ ađ lágir skattar breikki tekjuskattsstofninn?
  • Jafnvel framtíđaspár um hagvöxt byggja ekki síst á stóriđjuframkvćmdum og tengdum verkefnum. Eitthvađ virđist tefja ţćr.

Hurru Steingrímur,

Bestu ţakkir fyrir ađ halda bókhaldi ríkisins í lagi, sinna daglegum rekstri ráđuneytisins, víkja úr vegi fyrir ţeim sem ţrífa, brjóta ekki niđur móralinn í ráđuneytinu, gegna störfum ţínum eins og ţú varst kosinn til, synja ekki öllum beiđnum um hćkkanir og ađ reyna ađ lćkka hallann á ríkissjóđi.

Hitt hefur ríkisstjórnin vanrćkt og ţađ er ađ koma međ frambćrilega pólitík sem dugar gegn afleiđingum kreppunnar. Ţađ sem ég hef nefnt hérna er til marks um ađ ríkisstjórnin hefur ekki stađiđ sig í ţeim málaflokkum sem raunverulega brenna á ţjóđinni. Reyndu ađ halda ţví fram ađ „sjálfbćr grunnur“ fjárlaga skipti ţann einhverju máli sem misst hefur íbúđina sína vegna verđtryggingarinnar.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband