Skelleggur andstæðingur ESB
9.12.2011 | 14:00
Ef þessi samningur væri lagður undir þjóðaratkvæði í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Írlandi myndu honum verða hafnað. Ástæðan er sú að það væri betra fyrir þessar þjóðir að fá aftur gömlu gjaldmiðlana sína og geta fellt gengi þeirra. Aðeins þá ættu þessar þjóðir möguleika á að leysa vandamál sín. Lögþing þessara þjóða eru núna í efnahagslegu fangelsi Evrunnar og lýðræðið hefur verið tekið af þeim og ég óttaast að sá órói sem átt hefur sér stað á götum Grikklands muni breiðast út.
Þetta sagði hinn skelleggi andstæðingur ESB í Bretlandi, Nigel Farage í viðtali í sjónvarpi í morgun, http://www.ukip.org/content/latest-news/2563-real-eu-debate-is-just-beginning. Hann hefur ekki nokkra trú á að hægt sé að leysa Evru-vandann. Og honum finnst undarlegt að ESB geti komið því til leiðar að lýðræðislegum ríkisstjórnum í Grikkalandi og Ítalíu segi af sér og við ráðherraembættum taki fólk sem hefur ekki nokkurn einasta lýðræðislegan bagrunn eða stuðning.
Farage situr á Evrópuþinginu og hefur þar augliti til auglitis staðið upp í hárinu á kommissörum ESB. hann er einstaklega vel mælskur og hagar orðum sínum á þann hátt að eftir er tekið. Fyrir vikið er hann ekki vinsælasti maðurinn í Brussel en eflaust er það staðreynd að nákvæmlega á þessari stundu hefur David Cameron orðið óvinsælli fyrir að halda fram hagsmunum Breta í Evrukrísunni. Og hver skyldi vera skoðun Nigel Farage á frammistöðu forsætisráðherrans?:
It is tempting to say well done David Cameron for standing up for British interests, but then we realise that he has actually gained nothing.
Og Farrage er ekki í vafa hvert atburðir gærdagsins muni leiða:
The same is true on the European debate - expect in the coming weeks and months for there to be an overwhelming demand in Britain for an in/out referendum.
Mikið óskaplega gæti nú verið skemmtilegt að fá Farage hingað til lands, en hann er formaður Sjálfstæðisflokksins í Bretlandi. Eflaust gæti hann sagt okkur sitthvað um aðlögunarviðræður Íslandinga við ESB. Að minnsta kosti hefur hann ekki mikið álit á aðild Króatíu að ESB en hún gekk í gildi í dag.
Croatia is to sign the EU accession document in 45 minutes. They must be off their chump.
Cameron er óvinsælli en ég | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nigel Farage er mikill ræðusnillingur og tekur þá oft í karphúsið kumpánanana Von Roupey og Barasso. Hann gerir þetta einarðlega og af miklum krafti en samt alltaf kurteislega með sínu hárfína enska háði.
Mikið held ég að Samfylkingin hefði gott af því að fá Nigel sem fyrirlesara á Landsfund hjá sér til þess að hressa upp á þessar annars niðurdrepandi halelú ja samkomur, eins og síðasti Landsfundur þeirra var.
Það yrði kannski til þess að Össur tæki hendurnar frá augunum, Jóhanna hendurnar frá eyrunum og Árni Páll hendurnar frá munninum þegar hann þrumaði yfir þeim um napran sannleikann um ESB !
Gunnlaugur I., 9.12.2011 kl. 14:32
Alveg óborganlegt að skoða myndbönd af því er hann skammar kommisserana, kappræðum sem hann tekur þátt í og viðtölum. Allt finnanlegt á Youtube. Já, það væri fengur af því að fá hann hingað til lands.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.12.2011 kl. 14:34
Nigel Farage er og hefur alltaf verið fáviti og útlendingahatari. Svo að það sé slétt á hreinu.
Málflutningur UKIP er ekkert nema fasistalegur, enda vilja þeir afnema náttúruverndarlög, reka alla útlendinga frá Bretlandi og fleira í þeim dúr.
Hérna er slóð um þetta, http://andrewhickey.info/2009/05/31/ukip-liars-and-racists/
Jón Frímann Jónsson, 9.12.2011 kl. 14:49
Er nú Jón Frímann, hér komin með fasista stimpilinn sinn á loft.
Það er ekki takandi mark á þessum stimpilóða manni.
Hann hefur stimplað mig og alla 6000 félagsmenn Heimssýnar sem fasista og nasista sem og alla þá sem gagnrýna ESB stjórnsýsluapparatið sem hann hreinlega tilbiður.
Nigel Farage er virrtur og viðurkenndur stjórnmálamaður og sem sannur sjentilmaður og flokkur hans er enginn fasista flokkur.
Þetta er fyrst og fremst þjóðlegur lýðtræðisflokkur og gegn miðstýringu og að farið sé á svig við beint og opið lýðræði. Benda má á að flokkur hans UKIP er annar stærsti þingflokkur Bretlands á Evrópuþinginu.
Gunnlaugur I., 9.12.2011 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.