Ríkið semji frekar um skuldir en að skatta og skera

Fjálög hafa verið samþykkt á Alþingi. Skuldir ríkissjóð eru núna 1.406 milljarðar króna, 475 milljörðum hærri en árið 2008 og nærri 1.100 milljörðum hærri en 2007. 

Á næsta ári mun ríkissjóður greiða 78,4 milljarða í fjármagnskostnað. Ekki er gert ráð fyrir að gengið sé á skuldirnar, þvert á móti er aukið við þær. Þetta er gríðarleg fjárhæð.

Kristján Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir meðal annars þetta í viðtali í Fréttablaðinu í dag:

Verklagið sem við horfum upp á núna er þannig að menn eru að reyna að skatta sig og skera niður úr þeim vanda sem við er að glíma en ná ekki pólitískt saman um þá þætti sem lúta að því að auka framleiðsluna og atvinnuna í landinu, sem gefur ríkissjóði með þeim hætti meiri tekjur.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, tekur undir með Kristjáni um að ekki sé hægt að skattleggja þjóðin á sama tíma og skorið sé niður í ríkisrekstri. Hannsegir í viðtali við Fréttablaði í dag að semja „eigi við eigendur þeirra skulda að fresta þeim vaxtagreiðslum, eða hluta þeirra, um einhvern tíma, á meðan við komumst upp úr hruninu. Þá sé hægt að sleppa niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum.

Þetta er þekkt aðferð fyrir þjóðir að ná sér út úr erfiðum skuldamálum. Ná samkomulagi um skuldirnar og greiða þær seinna.

Þetta eru mjög athyglisverðir punktar há þingmönnunum. Miðað við þá stöðu sem þjóðin er í væri skynsamlegt að hætta ofurskattheimtu og reyna að fá frið til að atvinnulífið komist í fullan gang. Þá breikkar skattstofninn umtalsvert og ríkissjóður fær meiri tekjur til að standa undir skuldum sínum og vaxtakostnaði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband