Þjóðverjar dauðþreyttir á að draga vagninn

Margur gjörist nú þreyttur á sífelldum barlómi frá Evrópu um kafsiglingu evrunnar og bága skuldastöðu fjölmargra ríkja í álfunni. Þetta er eins og með hundinn Lúkas sem enginn drap en fjöldi manns syrgði sárt og hótaði drápsmanninum öllu illu.

 Á vef vinstri vaktarinnar gegn ESB var skrifað um daginn:

Samkvæmt könnun sem þýska tímaritið Focus lét gera og birti í gær, um áratug eftir að evran var kynnt til sögunnar telja 60% Þjóðverja evruna slæma hugmynd.

85% af aðspurðum sögðust vera þeirrar skoðunar að evran hefði hækkað allt í verði. [...] og þrír fjórðu sögðust trúa því að gamli gjaldmiðillinn, þýska markið, hefði verið stöðugri og reynst hafa meiri stöðugleika gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Kemur þetta fram hjá fréttaveitunni AFP en fréttin birtist á mbl.is í gær, 4. des. 

Rétt eins og Lúkas ekki-heitinn-heitinn er þýska markið heitið enn lifandi í evrunni. Allir líta til Þýskalands sem forysturíkis í efnahagsmálum og vilja fleyta sér áfram í kjölfarinu. Þjóðverjar eru hins vegar dauðþreytti á því að draga vagninn og dreymir um þá tíð er þeir fengu að vera í friði.
mbl.is Allt til bjargar evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband