bubbar, bjöggar, helgar, siggur ...

Mikið getur maður glaðst yfir velgengni hins hógværa og hæfileikaríka tónlistarmanni sem gegnir nafninu Mugison. Þó ekki væri nema vegna þess að um leið beinast augu fjölmiðla frá öðrum alltofmikiðumfjölluðum hetjum íslenskra tónlistar, bubbunum, bjöggunum, helgunum, siggunum og öllum þeim sem endalaust er sagt frá. Vart má opna fjölmiðil svo ekki sé sagt frá því hvað þessir bubbar, bjöggar, helgar, siggur og aðrir kærleikspáfar borða, nota, sofa, dvelja, hugsa ...

Svo rammt hefur að þessu kveðið að fjölmiðlarnir eru komnir með innantökur af samviskubiti og fyrir löngu farnir að iðka fjölmiðlasirkús, það er fjölmiðlamenn gera öðrum fjölmiðlamönnum skil í viðtölum og mannlífsmyndum af öllu mögulegu tagi. Við meðaljónarnir þekkjum því orðið tónlistarmenn og fjölmiðlamenn óþægilega mikið, jafnvel betur en eigin foreldra eða systkini. Hver biður eiginlega um þetta?

Óskandi væri ef Mugison fengi að sinna tónlist sinni án þess að skuldbinda sig til að segja fjölmiðlunum stöðugt frá því hvernig hægðir hans eru á litinn, hvað hann hafi fengið í morgunmat, hvort hann sé með ilsig, sé afturbata alkóhólisti eða eiturlyfjaneytandi, hafi verið í laxveiði, gengið á Hornstrandir eða skrölt Laugaveginn frá Snorrabraut og niðrúr ...

Kúdd-nott-ker-less, eins og úllingarnir segja á amrísku.


mbl.is Engir miðar eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband