Einbjörn, Tvíbjörn og hinir bræðurnir
7.12.2011 | 14:32
Skrýtið hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á íslenskum vefmiðlum. Einn birtir óstaðfesta frétt og giskar í fljótheitum á hvers vegna Ingjibjörg Sólrún hefði sagt sig úr Samfylkingunni.
Annar vefmiðill birtir fréttina með tilvísun í hinn og býr um leið til sögu með því að framkvæmdastjóri flokksins vilji ekki tjá sig um nöfn þeirra sem sagt hafa sig úr flokknum né ástæður.
Loks birtir fréttastofa RÚV viðtal við konuna sem um ræðir og segist hún vera enn í flokknum og hafi bara alls ekki sagt sig úr honum.
Fjórði fjölmiðilli eltir svo þann þriðja og endurtekur innihald fréttarinnar.
Einbjörn togaði í Tvíbjörn ...
Með þessu móti má áreiðanlega dag hvern fylla íslenska vefmiðla með óstaðfestum og staðfestum sögusögnum út í það endalausa ...
Minnir allt á innbyrðis samskipti bankanna fyrir hrun. Allir keyptu í hinum og í skyldum fyrirtækjum á vegum þeirra. Síðan fór allt í hrikalega bendu sem enn er verið að greiða úr á kostnað skattborgaranna.
Hvað skyldi nú kosta að halda úti skynsamlegum fjölmiðli, sæmilega íhaldssömum, sem ekki hleypur eftir skúbbi heldur kappkostar að segja réttar fréttir og góðar fréttaskýringar á því sem þegar hefur gerst?
Ingibjörg enn í Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.