Makkinn er víruslaus

Tölvur frá Apple eru ekki međ vírusa, ţađ er óumdeilanleg stađreynd. Ţetta má ég fullyrđa án ţess ađ nein opinber stofnun skipti sér af. Ég get líka fullyrt ađ tölvur og tćki frá Apple eru ađ mínu mati miklu, miklu betri en samkeppnisađila fyrirtćksins.

Hins vegar má umbođsađili Apple-tölva ekki segja ţetta í auglýsingum eftir ţví sem Bjarni Ákason, framkvćmdastjóri epli.is segir í grein á blađsíđu 15 í Fréttablađinu í dag. Hann segir:

Ţetta byggir á ţeirri einföldu stađreynd ađ fyrirtćkiđ hefur ekki, eftir margra ára starfsemi, fengiđ vélar til viđgerđar ţar sem vírusa hefur veriđ ađ finna. Stjórnendur fyrirtćkisins töldu sig vera í fullum rétti til ađ segja frá ţessu. Ţess má einnig geta ađ á heimasíđu framleiđanda er fullyrt ađ enga PC-vírusa sé ađ finna í Apple-tölvum (ţađ er löngu viđurkennd málvenja í íslenskum tölvuheimum ađ tala um vírusa (en ekki PC-vírusa) ţegar kemur ađ tölvum, enda er ţetta sama tóbakiđ). Mér vitanlega hefur eftirlitsbatteríiđ í heimalandi Apple ekki fett fingur út í ţessa stađhćfingu sem ţó hefur veriđ haldiđ á lofti svo árum skiptir.

Neytendastofa úrskurđađi nýlega ađ epli.is ćtti ađ greiđa 1,5 milljónir króna vegna ţess ađ í auglýsingu fyrirtćkisins er mađur nokkur látinn segja ţetta:

Ég reyni ađ lifa ofsalega heilbrigđu lífi. Ég lćt helst ekkert ofan í mig nema ţađ sé bara ávextir og grćnmeti, lífrćnt, makróbíótískt, bíódínamískt, vegan, blessađ, enda ég fć aldrei neinar pestir. Enga vírusa. 

Auđvitađ vita allir hvađ átt er viđ. Áđur hafđi Neytendastofa bannađ fyrirtćkinu ađ fullyrđa ađ Apple-tölvur vćru ekki međ vírusa eins og PC-tölvur fá oft. Ţetta er nú engu ađ síđur stađreynd eins og fram kemur hér ađ ofan.

Bjarni Ákason er eđlilega ósáttur viđ niđurstöđu Neytendastofu. Hann er hins vegar hvort tveggja, beittur penni og húmorískur og segir ţví ţetta, sem fćr lesandann til ađ hlćgja af opinberri stofnun sem er svo ósamkvćm sjálfri sér:

Reglulega glymja auglýsingar á neytendum um ađ hin eđa ţessi verslunin selji tilteknar vörur „tax free“. Međ ţessu er gefiđ í skyn ađ varan sé seld án skatta og ţá líklega án virđisaukaskatts. [...] ekki kunnugt um neina ţá vöru sem viđkomandi verslanir selja án virđisaukaskatts. Ţó bregđur svo viđ ađ Neytendastofa ákvađ međ úrskurđi sínum frá 15. júlí í sumar ađ ekki vćri ástćđa til ađ bregđast viđ notkun verslana á ţessu hugtaki. Ţćr mega sem sagt halda fram ósannindum í auglýsingum sínum. Ţađ er greinilega sitthvađ Jón og séra Jón.

Um ţessar mundir heyrist á öldum ljósvakans ađ menn geti öđlast „Líkama fyrir lífiđ“ taki ţeir ţátt í sex vikna líkamsrćktarnámskeiđi. Sennilega vita flestir ađ ţađ tekur gott betur en sex vikur ađ ná sér í gott form og ađ viđhald ţess er lífstíđarverkefni en ekki sex vikna skorpuvinna.

Bifreiđaumbođ hér í bć auglýsir reglulega ađ ţađ sé „öruggur stađur til ađ vera á“. Algerlega er ómögulegt ađ skilja hvers vegna bílaumbođ getur veriđ öruggur stađur til ađ vera á. Eiga neytendur ađ halda ađ viđkomandi umbođ veiti ţeim skjól í náttúruhamförum. Leita menn skjóls í húsi umbođsins verđi jarđskjálfti?

Á tiltekinni útvarpsstöđ sem nú heldur upp á aldarfjórđungsafmćli sitt er ţví reglulega haldiđ fram ađ allir hlusti á stöđina („... allir eru ađ hlusta“). Engar mćlingar, ekki nokkur einasta, sýna slíka hlustun svo vitađ sé.

Á Suđurlandsbraut hangir uppi skilti frá símafyrirtćki ţar sem fullyrt er ađ ţú ráđir hvađ ţú borgir. Ţetta er náttúrlega firra, fólk rćđur ekki hvađ ţađ borgar fyrir vörur eđa ţjónustu sem ţađ hefur keypt. Má ég borga 5-kall?

Íslenskt dagblađ hefur um margra áratuga skeiđ auglýst ađ ţađ sé „blađ allra landsmanna“. Blađiđ hefur samt aldrei veriđ blađ allra landsmanna.

Ég hef notađ Apple-tölvur nćstum ţví frá upphafi framleiđslu ţeirra og aldrei fengiđ vírus í ţćr. Fyndnir vinir mínir sögđu hér áđur fyrr ađ ástćđan vćri einfaldlega sú ađ vírusframleiđendum fyndist ekki taka ţví ađ búa til vírus fyrir lítinn markađ. Markađshlutdeildin hefur ţó stćkkađ mikiđ á undanförnum en enn er Makkinn minn víruslaus. Vinir mínir eiga ţó í nćr eilífum vandamálum međ sínar PC-tölvur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband