Prófkjör eru betri leiđ en valnefnd?

Stjórnmálaflokkur hefur ađ minnsta kosti tvćr leiđir til ađ velja fólk á frambođslista sinn. Annars vegar getur hann haldiđ prófkjör og bođiđ flokksbundnum stuđningsmönnum ţátttöku eđa jafnvel hafa ţađ opiđ. Hins vegar gćti hann stofnađ sérstaka valnefnd sem vel fólk á frambođslistann.

Síđarnefndu ađferđina telur Jónína Michaelsdóttir, fyrrum blađamađur og öflugur ţátttakandi í starfi Sjálfstćđisflokksins í gegnum árin, vera betri, ađ minnsta kosti ekki verri en sú fyrrnefnda. Ágćt grein eftir Jónínu birtist á blađsíđu ţrettán í Fréttablađinu í morgun undir fyrirsögninni „Eru prófkjör besta leiđin?

Ég er ekki sammála Jónínu ţó ég sjái alvarlega galla viđ fyrrnefndu ađferđina. Vandamáliđ viđ ţá síđarnefndu eru ţó ađ mínu mati verri. Verst er líklega sú einfalda stađreynd ađ valnefndarađferđin er ólýđrćđisleg, skiptir engu hvernig ađ málinu er stađiđ. Sú hćtta er alltaf fyrir hendi ađ einhverjir fái ţar meiru um ráđiđ en ađrir hverjir veljast á frambođslistann. Innan stjórnmálaflokka eru menn ekki alltaf á einu máli um stefnuna og ţá er alltaf hćtt á ţví ađ gagnrýnendur fái ekki sama brautargengi í ţröngri valnefnd og í prófkjöri, opnu eđa lokuđu.

Tökum sem dćmi einhvern sem er fylgjandi ESB ađild en ađ öđru leiti međ stefnu samhljóđa ţeirri Sjálfstćđisflokksins. Eđa umhverfisverndarmann sem ekki vill virkja lengur á ţann hátt sem gert hefur veriđ á undanförnum árum međ hrikalegum umhverfislegum slysum. Eđa ţann sem er á móti kvótakerfinu í fiskveiđum. Eđa ţann sem er á móti sérstökum ívilnunum fyrir íslenskan landbúnađ. Persónulega finnst mér betra ađ rökstyđja fall í almennu prófkjöri en í höfnun í fimmtán manna valnefnd. Og ţessi rök gilda einnig á hinn veginn.

Vandinn viđ prófkjörin eru fyrst og fremst fjárhagslegs eđlis. Sumir hafa ţá ađstöđu ađ geta variđ meira fjármagni í ţau en ađrir. Á móti kemur ađ kjósendur eru ekki dómgreindarlausir. Fjölmörg dćmi sanna ađ fjáaustur í dreifibréf og auglýsingar hafa litlu skilađ fjölda til frambjóđenda. Ađrir hafa náđ miklum árangri. Á milli skilur skipulag en hönnuđir ţeirra eru oft ađkeyptir.

Sá sem hefur hug á ađ reyna ađ komast í frambođ hjá stjórnmálaflokki á í raun engra kosta völ gagnvart valnefnd. Hún er alvöld, jafnvel ţó svo ađ almennur fundur stjórnmálaflokksins fjalli endanlega um frambođslistann, samţykki hann óbreyttan eđa geri á honum einhverjar athugasemdir sem ţó eru oftast lítilvćgar.

Í prófkjöri eiga ţó allir meiri von um ađ ná árangri. Hins vegar ţarf ađ setja prófkjörum meiri og skilvirkari skorđur en nú er. Brýnast er ţó ađ jafna á einhvern hátt ađstöđumun frambjóđenda, ekki ađeins hvađ varđar fjármagn heldur einnig annađ eins og til dćmis kynningar.

Jónína nefnir fyrrum dómsmálaráđherra, Rögnu Árnadóttur sem dćmu um konu sem var „fagleg, yfirveguđ, lét verkin tala og var nánast óumdeild“. Ég er alls ekki sammála um Rögnu. Hún hafđi ágćta reynslu úr stjórnsýslunni, vönduđ og líklega yfirveguđ, hefđi átt ađ halda sig ţar. Ekkert merkilegt kom frá henni sem stjórnmálamanni. Ţetta er ekki sagt konunni til lasts heldur miklu frekar til ađ benda á ţá stađreynd ađ mikill munur er á góđum starfskrafti og góđum stjórnmálamanni. Sá síđarnefndi á ekki ađ fćra bókhald eđa ydda blýanta, hann er stefnumótandi, sér um framkvćmd og lćtur stjórnsýsluna vinna.

Kosningin til stjórnlagaţings var misheppnuđ tilraun vegna ţess ađ ţar áttu ţekktu andlitin meiri möguleika. Ekki var kosiđ á milli stjórnmálaflokka. Ţađ kom ţví engum á óvart ađ fjölmiđlaţekktri menn eins og Ómar Ragnarsson, Illugi Jökulsson, Ţorvaldur Gylfason og ađrir álíka náđu kjöri. Stjórnmálaflokkar gefa meiri möguleika, óháđ ţví hvort ţeir eru ţekktir eđa hvernig útliti ţeirra er háttađ. Ţar af leiđandi get ég svo sem alveg tekiđ undir niđurlagiđ í grein Jónínu ţó ég sé ekki sammála erindi hennar:

Er ţađ virkilega svo ađ viđ treystum fólki fyrir lífi okkar og limum af ţví ađ viđ höfum séđ ţađ í sjónvarpi, í blöđum eđa á netinu? Sé ţađ svo, eigum viđ ekkert betra skiliđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband