Allur annar í stjórn en stjórnarandstöðu
6.12.2011 | 08:44
Steingrímur J. Sigfússon hefur setið um 25 ár á þingi. Þjóðin er því farin að þekkja hann nokkuð vel. Hún sér að hann eru allur annar í stjórn en í stjórnarandstöðu þar sem hann var geymdur í rúm 22 ár. Þar fékk hann að rífa kjaft, ata andstæðinga sína auri og fara með þau lygimál sem hann hefur talið sóma sinn í.
Í stuttu leyfi frá stjórnarandstöðubekknum er hann allt í einu orðinn meyr og mjúkur og á það líklega að vera einhvers konar landsföðurleg ímyndarsköpun. Þjóðin lætur hins vegar ekki blekkjast. Menn hljóta að vera jafn málefnalegir, hver svo sem staða þeirra er á þingi. Líklega er hann farinn að átta sig á því að stjórnmál ganga ekki út á kjaftaganginn.
- Væri Steingrímur í stjórnarandstöðu þar sem ríkisstjórn sviki gerða samninga myndi hann áreiðanlega viðhafa jafnþung orð og ASÍ.
- Hann mun aldrei hafa sama skilning á áformum og verkefnum ríkisstjórnar í stjórn og stjórnarandstöðu.
- Alla tíð hefur hann talið sig, og þá flokka sem hann hefur verið í, sérstaka málsvara launafólks og andstæðing atvinnurekenda. Nú gerir hann báðum eins illt og hann getur.
- Steingrímum er og verður tækifærissinni. Það sést best á viðhorfum hans til mála eins og ESB aðlögunarviðræðna, loftárásanna í Líbýu, ríkisfjármála og fleiri mætti nefna.
Óþarflega stór orð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
Athugasemdir
Úlfurinn verður allavega að finna sér annað dulargerfi en sauðagæru til að villa á sér heimildir fyrir okkur kjósendum næst þegar við göngum að kjörborðinu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.