Þrældómur Íra og mishepnuð orðtök

Í frétt á mbl.is er frétt með fyrirsögninni „Írar horfi til Íslendinga“. Í henni er er sagt frá grein eftir metsöluhöfundinn Frederick Forsyth sem mörgum Íslendingum er vel kunnur. Hún nefnist á ensku „Only salvation is to leave the eurozone“. Hann er á þeirri skoðun að Írar eigi að henda Evruunni og fara að dæmi Íslendinga og láta bankaskuldirnar falla á eigendur þeirra en endurreisa bankakerfið á þann hátt sem gert var hér á landi.

Greinin birtist á vef Irish Independent. Í henni eru nokkrar missagnir sem þó breyta engu um megininntakið. Til dæmis heldur höfundurinn því fram að Ísland hafi ekki verið neitt annað en ferðaþjónusta og fiskveiðar fyrir hrun. Einnig ruglast hann á þjóðaratkvæðagreiðslunum og neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008, áttar sig ekki á Icesave málunum.

Þetta er þó minniháttar mál. Aðalatriðið segir hann vera krónan sem hafi bjargað þjóðinni. Hitt hafi líka skipt miklu að stjórnvöld hafi ákveðið að við endurreisn bankakerfisins að fyrst kæmu Íslendingar og síðan spilavítisbankamennirnir og innlendir og erlendir lánadrottnar. Írar ákváðu að hafa röðin á hinn veginn. 

Greinin er ótrúlega vel skrifuð þrátt fyrir annmarka heimildarvinnu. Raunverulega ánægjulegt að lesa grein eftir mann sem hagar orðum sínum af slíkri háttvísi og virðingu fyrir tungumálinu eins og Forsyth gerir. En auðvitað eru ekki allir sammála honum og í athugasemdum fær hann bæði hól og last. Einn kallar Ísland bananalýðveldi án þess að rökstyðja það nánar. Rök annars eru þau að Ísland hafi sótt um aðilda að ESB og telur það rök gegn þeim sem Forsyth leggur fram.

Óvæntast var þó að rekast á þessa setningu í greininni:

For Ireland now, as the noose of thraldom from abroad tightens, the only salvation is to go the Iceland road.

Þurfti að lesa eitt orðið tvisvar og í seinna skiptið fannst mér ég kannast við það. Í orðabókinni segir:

thrall |THrôl| noun, the state of being in someone's power or having great power over someone.

Já, hann lýsir því að eina leiðin fyrir Írland sé að fara íslensku leiðina því sífellt þrengir að „hnútur þrældómsins“.

Forsyth minnir á hversu orðtakið „We are not Iceland“ hefur breyst og hversu staða okkar hefur skánað en Íra versnað.

Svona snúast vel orðuð orðtök í öndverðu sína og sumir missa virðingu og verða jafnvel að aðhlátursefni.

  • Read my libs,“ sagði Bush Bandaríkjaforseti.
  • The war is over,“ fullyrti Bush yngri Bandaríkjaforseti. 
  • I have never had sex with that woman“, sagði Clinton.
  • Það er svo margt í pípunum“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir og lofaði aukinni atvinnu.
  • Ísland mun einangrast og verða eins og Kúba norðursins,“ sagði Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar hann ætlaði að hræða landsmenn til fylgilags við Iceave frumvarp ríkisstjórnarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland ER kúba norðursins, en síðan er það spurning hvort það sé svo slæmt í raun.  Kúba hefur staðið sig vel, þrátt fyrir allt ... og havana vindlar, vinsælir mjög.  Íslendingar hafa líka ýmislegt gott, þótt það séu ekki havana vindlar, en að vera Kúba norðursins þjónar náttúrulega ekki þeim "iðnaðar" hugsunarhætti sem menn voru með í upphafi.  Til dæmis, standa Íslendingar nú og verða að sætta sig við hvaða verð sem er, á Rafmagni ... til Álvera.  Sem dæmi ... þannig að "þrældómurinn" er ekki síður á hendur Íslendingum en Írum.

Síðan eiga menn að bíða eftir því að öll spilin eru kominn á borðið, áður en hrósað er happi ... þetta spil, er ekki lokið en ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband