Efndir fylgi ályktunum

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins voru um tvö hundruð manns á fundi um fjármál heimilanna. Ég mat það sem svo að stór meirihluti væri á þeirri skoðun að afnema bæri verðtrygginguna og vinna að því að létta skuldabyrði hrunsins af einstaklingum vegna húsnæðiskaupa.

Sannast sagna held ég að fleiri en ég hafi haft stefnu Hagsmunasamtaka heimilanna sem fyrirmynd.

Þó ekki hafi tekist að fá nefndina til að samþykkja afnám verðtrygginar náðist nokkur skýr stefna um að færa niður höfuðstól verð- og gengistryggðra húsnæðislána. Ástæðan er einfaldlega sú að flestallir sjá að þetta eru m.a. forsendur fyrir auknum hagsvexti. Það gengur auðvitað ekki til lengdar að almenningur eigi ekki borð fyrir báru í fjármálum sínum.

Samfélagið missir af gríðarlegri veltu vegna þess að í kjölfar hrunsins hefur fólk dregið stórlega úr öllum viðskiptum sínum. Mestu skiptir að sjálfsögðu að halda heimilinu; greiða afborganir og kaupa mat. Annað mætir afgangi. Allir sjá að þessi veltuminnkun hlýtur að hafa áhrif á hagvöxt. Þetta hefur dómínó-áhrif út um allt þjóðfélagið.

Svo er það rétt hjá Hagsmunasamtökunum að nú beinast augu almennings að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á þingi. Hvernig munu þeir reyna að framfylgja stefnu flokksins að þessu leiti.

Ég hef þá eindregnu skoðun að þingmenn Sjálfstæðisflokksins eigi nú að leggja fram ítarlegar ályktanir og lagabreytingar vegna fjármála heimilanna, skiptir engu þó ekki sé meirihluti fyrir þeim. Nauðsynlegt er að sanna að efndir fylgi ályktunum. 


mbl.is Taka undir kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband