Eigum við að skipta við banka í eigu vogunarsjóða?
15.11.2011 | 08:59
Fullyrt er í frétt Morgunblaðsins að 76 milljarðar króna hafi við endurmat á eignum gömlu viðskiptabankanna runnið til erlendra kröfuhafa þeirra og þá sérstaklega Glitnis og Íslandsbanka.
Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að vogunarsjóðir eigi 60% af öllum skuldabréfum þessara tveggja banka. Og jafnvfram að aðilar sem hafi aðeins skammtímasjónarmið að leiðarljósi séu meirihlutaeigendur að Arion banka og Íslandsbanka, segir Guðlaugur.
Hverinig getur það samræmst núgildandi gjaldeyrislögum að greiða út úr landinu 76 milljarða króna.
Kerfisbundið hafa þessir vogunarsjóðir keypt á slikk skuldabréf bankanna í þeirri von og jafnvel vissu um að endurgreiðslan, þó lítil sé, verði meiri en kostnaðurinn við uppkaupin.
Guðlaugur segir réttilega að þessi staða torveldi skuldaafskriftir hjá heimilum og fyrirtækjum.
Samrýmist það þá hagsmununum þjóðarinnar að hún skipti við þessa tvo banka?
Kröfuhafar njóta ágóðans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.