Einar Kr. Guðfinnsson og bloggið hans
9.11.2011 | 00:34
Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, bloggar stundum. Þó ekki nógu oft. Hann skrifar yfirleitt ágæta pistla, svona málefnalega séð. Málsgreinar eru yfirleitt stutta þó á því séu stundum meinlegar undantekningar.
Gallinn við greinar Einars er fyrst og fremst sá hversu lengi hann er að koma sér að efninu. Þó starfaði hann sem blaðamaður á yngri árum og eitthvað hlýtur hann að hafa lært þá. Hann byrjar þrjú síðustu bloggin sín svona:
Það er sagt að hver dragi dám af sínum sessunaut. Þetta gamla íslenska máltæki virðist passa sem flís við rass þegar skoðuð er stefna stjórnarflokkanna gagnvart ESB umsókninni. ...
Og:
Nú er okkur sagt að allt sé verða fínt og flott hér á landi af því að hagvöxturinn sé að taka við sér. Fyrir þessu er Seðlabankinn borinn. Og rétt er það. Hagvaxtartölurnar eru ekki lengur eitt stórt núll eða mínus, eins og ...
Og:
Nú liggur það fyrir. Ekki er þess að vænta að ríkisstjórnin muni leiðrétta fjárlagatillögurnar gagnvart heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, né raunar annars staðar. Ótilneydd að minnsta kosti. Svörin eru orði ...
Aðeins hörðustu stuðningsmenn Einars nenna að halda áfram eftir svona byrjun. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef pistlahöfundur hefur ekki komist að kjarna málsins í þremur línum er pistillinn líklegast hundleiðinlegur! Að minnsta kosti býst lesandinn yfirleitt við einhverju bitastæðu í upphafi, komi það ekki, hættir hann ofast að lesa.
Ef til vill er Einar búinn að vera of lengi á þingi, hann var kannski líka of lengi sem ráðherra. Það afsakar samt ekki neitt. Hann veit betur en er eins og margir íhaldsmenn er hann líklega of feitur og of latur til að berjast, eins og einhvern tímann var sagt af öðru tilefni.
Í gær gagnrýndi ég dálítið skrif Bjarna Benediktssonar. Hann fékk frekar slæma dóma. Næst ætla ég að skoða rithæfileika Tryggva Þór Herbertsson, alþingismann. Já, hann er umdeildur af mörgum ástæðum en ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Hvernig er annars rithæfileikum hans háttað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.