Allt í góðu en hvers vegna viljum við í ESB?

 Utanríkisráðherra er hinn vænsti maður og stendur vel í aðlögunarviðræðunum. Hann hefur áreiðanlega rétt fyrir sér:

  • Aldrei hefur verið betri tími til samningaviðræna en núna.
  • Samningatæknilega er gott að ástunda aðlögunarviðræður.
  • Samningarnir eru pólitískt heilbrigðisvottorð fyrir ESB. 
  • Góður gangurinn í viðræðunum við ESB kaflaskiptur.
  • Viðræðuferlið er lausnarmiðað. 
  • ESB sýnir Íslandi mikinn skilning meðan á viðræðunum stendur.

Ég skil þetta allt saman og fagna jákvæðu ferli, en mér er það enn hulin ráðgáta hvers vegna við höfum sótt um aðilda að ESB ...

 

 


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aðlögunarviðræður?

Ertu að tala um EES samninginn sem við erum búin að vera að aðlagast í 20ár?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er rétt hjá þér, EES samningurinn hefur kostað okkur mikið en við höfum hagnast á honum rétt eins og Norðmenn. En hvað skyldi nú aðildin að ESB kosta okkur ef af verður ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.11.2011 kl. 09:12

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nettó greiðsla verður 3 milljarðar. Ísland borgar nú þegar 2,9 milljarða í EES samninginn þannig að nettó greiðslur til ESB verða einungis 100milljónir ef EES samningurinn er dreginn frá (sem er eðilegt vegna þess að þær greiðslur falla niður við ESB aðild)

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:18

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður nokkur keypti sér tvo hatta. Kona hans spurði forviða hvers vegna hann ætlaði eftir öll þessi ár að fara að brúka hatt. Nei, svaraði maðurinn. Þeir voru bara á svo góðu verði tveir saman.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.11.2011 kl. 09:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það mætti ef til vill sýna Össuri þennan bækling.  

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.““

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:17

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hann myndi líklega skilja bæklinginn betur en hattasöguna slöppu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.11.2011 kl. 12:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hattasagan er algjörlega dæmigerð fyrir okkur í dag.  Enda notað  mikið svona tvær fyrir eina til að koma út allskonar drasli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband