Bjarn vantar eldmóð og andríki

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er líklega ekki fæddur leiðtogi. Til þess vantar hann eldmóð og andríki. Hann heillar ekki marga nema nánasta samstarfsfólk og líklega er það nóg. Á móti kemur að hann er iðinn, skynsamur, á frekar auðvelt með að greina aðalatriðin í hverju máli. Þetta eru eiginleikar sem vissulega skipta máli.

Hann skrifar grein í Moggann í dag. Hefði ekki fylgt mynd og nafn hefði ég aðeins lesið upphafið, hætt svo. Greinin er einfaldlega leiðinleg - sorrí. Hún er rétt eins og allir stjórnmálamenn skrifa.

Bjarna þarf að geta sleppt fram af sér beislinu í greinaskrifum og ræðumennsku. Hann á að segja skoðun sína umbúðalaust, skrifa stuttar greinar, en skrifa oft. Í ljósi greinarinnar á Bjarni einfaldlega að segja þetta:

Ég ætla að leggja alla áherslu á þetta næstu tvö árin og ég uni mér ekki hvíldar fyrr en ég næ þessum baráttumálum fram:

  • Bæta hag heimilanna
  • Koma atvinnulífinu í gang
  • Útrýma atvinnuleysi
  • Leggja niður verðtryggingu lána 
  • Auka fjárfestingar 
  • Auka verðmætasköpun
Og það sem meira er, Bjarni á að segja nákvæmlega hvernig eigi að gera ofangreint. Þá myndi ég glaður kjósa hann en ekki bara með það í huga að valda ekki óvinafagnaði verði hann felldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband