Andstaða VG hrakti Alcoa frá Bakka

Ástæðan fyrir því að Alcoa hætti við að reisa álver við Bakka hjá Húsavík hefur ekki komið fram opinberlega. Nú er hins vegar vitað að ríkisstjórnin snarsnérist í málinu og neitaði að samþykkja álver Alcoa.
 
Ástæðan er einfaldlega sú að Vinstri grænir ákváðu að nú væri nóg komið af undanlátssemi við Samfylkinguna tími til að standa í lappirnar og fylgja eftir stefnuskrá flokksins, að minnsta kosti hluta hans.
 
Í leiðara Morgunblaðisins í morgun kemur fram að iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, hafi verið „gríðarlega bjartsýn á að senn muni draga til góðra tíðinda“ í atvinnumálum í  Þingeyjarsýslum. Eftir það kom snurða á þráðinn vegna andsstöðu VG.
 
Ekki var nóg með að iðnaðarráðherra hafi verið gerð ómerkingur orða sinna heldur einnig Landsvirkjun. Forstjóri hennar hafði einmitt sagt í viðtali við visir.is  þann 18. mars 2011, og vitnað er til þessara orða hans í leiðaranum:
 
Æðstu ráðamenn Alcoa lýstu því yfir á Íslandi í síðasta mánuði að þeir hefðu enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík og í síðustu viku fundaði sendinefnd Landsvirkjunar með Alcoa-mönnum í New York. 
 
Hörður staðfestir að viðræður standi yfir við Alcoa en kveðst ekki vilja ræða um einstaka aðila. Þegar hann er spurður hvort samningaviðræður séu hafnar um verð eða hvort þetta séu aðeins könnunarviðræður svarar Hörður: 
 
"Nei, þetta eru ekki könnunarviðræður. Þetta eru alvöruviðræður, í fullri alvöru, og að sjálfsögðu er meðal annars verið að ræða um verð. Það er einnig verið að ræða margt annað sem er í svona flóknum samningum. En ég endurtek líka að við erum að ræða við fjölmarga aðra aðila sem eru ekki síður áhugasamir en Alcoa." 

-Þannig að Alcoa er ekki endilega númer eitt í röðinni? 

"Það er enginn númer eitt. Þetta eru allt mjög æskilegir viðskiptavinir, mjög góð fyrirtæki, og vonandi náum við bara sem fyrst að landa samningum við einhvern þeirra." 

Hörður staðfestir að Alcoa er tilbúið að laga sig að orkugetu héraðsins. 

"Ef þeir væru ekki tilbúnir að laga sig að þessu, þá værum við ekki að ræða saman." 
 
Sem sagt, allt í góðu gengi þangað til VG vaknaði og sagðist vera á móti öllu saman. Atburðarásin eftir þessa ákvörðun VG sem ríkisstjórnin gat ekki annað en gert að sinni er nokkuð ljós. Þeim skilaboðum var komið á framfæri við Alcoa að þeim stæði til boða minni raforka en þeir töldu nauðsynlega. Þetta var breyttur raunveruleiki fyrir fyrirtækið og þeir skildu það sem þeir áttu að skilja og hættu við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband