ESB kallar þetta aðlögunarviðræður

Nokkuð lengi hefur verið deilt um það hvort rikisstjórnin standi í aðildarviðræðum við ESB eða aðlögunarviðræðum. Í greinagóðu viðtali Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttarblaðsins við Stefan Füle, stækkunarstjóra sambandsins er þetta: 

Hvað segirðu um þá gagnrýni sumra andstæðinga ESB-aðildar Íslands að viðræðurnar séu ekki neinar samningaviðræður, heldur aðlögunarviðræður um það hvernig Ísland taki upp löggjöf ESB?

„Þegar ríki sækir um að ganga í ESB endurspeglar það vilja til að samþykkja lög og meginreglur sambandsins. Annars vegar er svarið þess vegna já; við erum ekki að semja um breytingar á löggjöf ESB. [...] En það þýðir hins vegar ekki að þetta séu ekki raunverulegar samningaviðræður. Þetta er erfitt og langdregið ferli, þar sem við aðstoðum umsóknarríkið við að laga stefnu sína og löggjöf að því sem gerist í ESB, en um leið tökum við sérstöðu og hagsmuni einstakra ríkja til greina.

Svar stækkunarstjórans er mjög afdráttarlaust og heiðarlegt. Um er að ræða aðlögunarviðræður, svo einfalt er það. Samningaviðræðurnar eru engar, aðeins aðstoð við „að laga stefnu sína og löggjöf að því sem gerist í ESB ...“.

Þannig er þetta í stuttu máli. Við erum í aðlögunarviðræðum, punktur. 

Að þeim loknum er eiginlega ekkert um að kjósa. Við höfum þá líklega breytt lögum og stjórnkerfi og aðlagað að því sem er hjá Evrópusambandinu.

Engu að síður verður kosið. Samþykki þjóðinn aðildina rennum við inn átakalaust.

Samþykki þjóðin ekki sitjum við hugsanlega uppi með breytt lög og stjórnkerfi sem hentar okkur ekki nema að litlu leyti.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt var af stað í viðræðurnar var góð. Þá héldum við að um væri að ræða aðildarviðræður. Samfylkingarmenn í báðum ríkisstjórnarflokkunum hlógu ógurlega og stundu upp á milli hláturhviðanna til hvers, nóg væri að kjósa að loknum aðildarviðræðunum.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að þjóðinni var sagt ósatt um eðli „viðræðanna“. Kíkjum í pakkann, sögðu rikisstjórnarflokkarnir. Við vitum ekki hvað okkur stendur til boða, sögðu þeir.

Annað hvort laug ríkisstjórnin að þjóðinni eða hún vissi einfaldega ekki út í hvað hún var að etja þjóðinni. Ég veit ekki hvort er verra fyrir stjórnmálamann; lygi eða þekkingarleysi. Og nú er verið að breyta lögum og stjórnskipulagi og allt byggt á óheiðarlegri framgöngu ríkisstjórnarflokkanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Svar stækkunarstjórans er mjög afdráttarlaust og heiðarlegt. Um er að ræða aðlögunarviðræður, svo einfalt er það. Samningaviðræðurnar eru engar, aðeins aðstoð við „að laga stefnu sína og löggjöf að því sem gerist í ESB ...“.

Það fyndnasta við það allt saman er að ESB sjálft hefur aldrei reynt að fara leynt um hvernig að þessu er staðið (þ.e. að þetta er aðlögun en ekki viðræður), það eru einungis ESB sinnar hér á Íslandi sem hafa gert það..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.10.2011 kl. 13:14

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Í þessu felst allt málið hér innanlands, Halldór. Og sannast sagna er ekkert fyndið þegar stjórnmálamenn segja þjóðinni rangt frá.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.10.2011 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband