Opnir kaflar og lokaðir í Esb aðlögunarviðræðum

Ríkisstjórnin stendur í viðræðum um aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að kerfi ESB. Sumir nefna þetta ranglega aðildarviðræður. Spurningin er ekki sú hvort Ísland eigi að ganga inn í Evrópusambandið heldur hvernig. Og þetta er gert án þess að þjóðin hafi verið spurð.

Viðræðurnar hafa einkennilegt yfirbragð sem ég kannast ekki við. Í stað þess að umræður fari fram um tiltekin málefni er verið að ræða eitthvað sem nefnast „kaflar“. Þeir eru lokaðir. Vonandi þó ekki fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þessi blindskák gengur sem sagt út á að ræða um „samningskafla“.

Í visir.is segir um málið:

Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að á fundinum hafi þeir rætt stöðu og framgang aðildarviðræðna Íslands og ESB en á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær luku samningsaðilar viðræðum um tvo samningskafla. Þannig hafa alls sex samningskaflar verið opnaðir frá því í lok júní og þar af er viðræðum um fjóra þegar lokið en aðildarviðræðurnarnar snúast alls um 35 samningskafla. 

Mér finnst þetta allt með ólíkindum og skil ekki orðfæri kommissara, hvorki þá íslensku né erlendu. Og ekki vex skilningur minn með frekari lestri fréttarinnar:

Á fundinum með Füle lagði utanríkisráðherra áherslu á að Ísland væri reiðubúið að opna allt að helming allra kafla fyrir áramót og lýsti þeirri skoðun sinni að opna ætti þá samningskafla sem ljóst er að verði tímafrekir, svo sem um sjávarútveg og landbúnað, sem fyrst í ferlinu.  

Af hverju tala menn ekki mannamál? Hvað þýðir að opna kafla? Hvað eru lokaðir kaflar? Hvernig stendur á því að ég einn skil ekkert í þessu orðfæri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband