Ófullnægjandi upplýsingar Fjármáleftirlitsins
20.10.2011 | 13:02
Alveg ótrúlegt er að fylgjast með vinnubrögðum Fjármálaeftirlitsins. Getur þessi stofnun ekki gert annað en að birta hundraðshluta vanskila? Þvílík vinnubrögð, mér liggur við að segja aumingjaskapur.
Staðreyndin er sú að Fjármálaeftirlitinu hlýtur að vera fullkunnugt um fjölda þeirra sem eru í vanskilum við fjármálastofnanir. Til vara vil ég halda því fram að stofnunin á að vera í lófa lagið að afla þessara upplýsinga.
Hver er ástæðan fyrir því að notuð eru hlutföll af hundraði án nokkurrar viðmiðunar? Ég er engu nær þó Fjármálaeftirlitið segi að vanskil útlána séu 30%. Er það mikið eða lítið? Hvað með viðmiðun við síðustu ár, til dæmis tíu ár?
Í stuttu máli vantar þessar upplýsingingar:
- Hversu margir eru í vanskilum, einstaklingar og fyrirtæki?
- Hversu margir einstaklingar eru í vanskilum með íbúðir og ökutæki?
- Hversu mikil eru vanskili af öðrum lánum og hvernig sundurliðast þau?
- Hversu löng eru vanskilin?
- Of fleira tengt
30% útlána í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi líka vilja sjá hve hátt hlutfall af höfuðstólnum er í vanskilum. T.d. íbúðalán til 40 ára er með 90 daga vanskil. Höfuðstólsgreiðslan í hverjum mánuði er kannski 2.000 kr. af 20 m.kr. láni, þ.e. 2.000 kr. eru í vanskilum eða 0,01%. Húsnæðið fer þannig hugsanlega á uppboð vegna 2.000 kr. auk vaxta.
Marinó G. Njálsson, 20.10.2011 kl. 13:31
Þetta er auðvitað rétt hjá þér, Marinó. Til að geta tekist á við vandamálin þarf að sundurliða lánin eins og hægt er. Það getur ekki verið vandamál, við eru svo fá hér á landi. Þar af leiðandi er þetta alltaf spurning um viljann. Við þurfum að sjá heildarmyndina, örlítil brot og hundraðshlutar hafa ekkert að segja.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.10.2011 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.